Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 22
22
undarlaus. eu er hann fjekk rænu, spurði hann móður
sína án afláts, hvernig frú Littegarde liði. Hann. fjekk
eigi tára bundizt, þegar hann hugsaði til þess, að hún
væri nú í fangelsi ofurseld hinni ógurlegustu örvæntingu.
beiddi hann því systur sínar að vitja hennar og hugga
hana. Helena undraðist mjög, er hann mælti svo og
beiddi hann að minnast aldrei svo svívirðilegrar konu.
Hún kvaðst geta fyrirgefið henni glæp þann, er Jakob
greifi hafði gefið henni að sök og sein hún væri orðin
uppvís að fyrir vitnisburð einvígisins, en hitt væri
ófyrirgefanlegt, að hún hefði skorað á guðs dóm einsog
hún væri saklaus, þarsem hún vissi uppá sig misgjörðina.
og stofnað drenglyndum vin sínum í glötun. |»á svaraði
Fridrek: „Hvar er sá maður, er mundi geta þýtt liinn
dularfulla vitnisburð, sem guð hefur birt í einvígi þessu.“
„þvkir þjer þá þessi vitnisburður drottins vafasamur.4'
mælti Helena; „hlauztu ekki helzti tilfinnanlega að lúta
sverði mótstöðumanns þíns.“ „þó svo værisvaraði
Fridrek, „eg hnje fyrir honum um stund, en hefur greifinn
sigrazt á mjer? rís eg nú ekki upp einsog blómið, þegar
himinblærinn reisir höl'uð þess, svo eg að fárra daga fresti
get tekið til óspilltra málanna og háð bardaga þanu, sem
ónýttist fyrir lítilfjörlega tilviljun.“ „Heimskur maður!
mælti móðir hans, „þekkir þú eigi þau lög, sem banna að
nokkurntíma sje um það mál optarbaristinnangrinda guð-
legsdóms, semsígurdómarar einusinnihafaráðiðtillykta?“
„I>að skiptir mig engu“ ansaði Fridrek, „eg hirði eigi um
lögmál mannlegs hugþótta, og er það vit að kalla þann bard-
aga leiddan til lykta, sem ekki fær öðrum hverjum bana ?
og get eg ekki vonast þess, ef mjer verður leyft að berjast