Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 23
23
að nýu, að eg bíði bætur slysa minna, og að guð láti
sverð mitt birta annan dóm enn þann, sem skammsýnir
menn nú nefna guðs dóm ?“ „J>ú skalt vitasvaraði
Helena, „að lög þessi, er þú eigi þykist hirða um, eru
hvervetna í heidri höfð. J>eim er hlýtt einsog guðlegum
boðum, hvort sem það er með rjettu eða ekki, og þau
dæma bæði þig og hana einsog andstyggilegt illþýði til
að brennast á báli.“ ,,|>að er þetta og ekkert annað', sem
fær mjer örvæntingar,“ mælti Fridrek. Allt bitnar á
henni og eg, sem ætlaði að færa heiminnm sönnur á skírlífi
hennar og sakleysi, hef steypt henni í þetta volæði. Fyrir
það að mjer skriðnaði fótur verður hennar blómlegi líkami
ofurseldur brennandi eldsloga, en minning hennar eylífri
svívirðingu.“ í því hann mælti þetta, setti að augum
hans sviða brennandi tára, hann brá dúknum fyrir augu
sjer og snjerist upp að þilinu, en þær Helena og dætur
hennar lágu grátandi á knjám hjá rúmi hans. Vöku-
maðurinn í turninum kom nú og færði þeim öllum dagverð;
spurði Fridrek hann, hvernigLittegarde liði, en hann svar-
aði tóinlega, að hún lægi á hálmi og hefði ekki lokið
inunni sundur, síöan hún var hneppt í varðhald. Fjekk
þetta Fridreki mestu áhyggju og beiddi hann vökumann
að segja henni til huggunar, að hann fyrir sjerlega hand-
leiðslu drottins væri á góðum batavegi, og biðja hana að
lofa sjer, þegar hann væri alheill, að vitja hennar, ef
hallargreifinn samþykkti. Vökumaður kvaðst hvað eptir
annað hafa tekið í handleggi hennar, þegar hún lá einsog
vitskert á hálminum og hvorki sá nje heyrði, og hefði hún
sagt, að meðan hún lifði, vildi hún engan mann sjá; kvaðst
hann hafa komizt að því, að hún samdægris hefði skrif-