Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 26
26
hún beið hans eptir undirlögðu ráði þeirra beggja, lýsti
fyrir honum herberginu. sem lá afsíðis í hinum óbyggða
hallarturni, og þangað leiddi hún hann inn, svo að varð-
menn eigi vissu af; en rúmið var skrautlega og hæglega
uppbúið undir sængurhimni, var hún þar hjá honuin um
nóttina og framdi ineð honum blvgðunarlaust fúllífi. Nú
hefur hann svarið eiðinn á slíkri stund, að hann mun
sannur vera. Guð gæfi að eg hefði sagt syni mínum þetta
hreinskilnislega áðurenn einvígið hófst, þá mundu augu
hans hafa lokizt upp og mundi hann þá með skelfingu hafa
sjeð undirdjúp glötunarinnar undir fótum sjer. En
komdu,“ mælti Helena og rjetti Fridrek höndina, „sú
reiði, sem virðir hana orðs, heiðrar hana utn of. Snúum
baki að henni og látum hana örvænta, sundurknosaða af
þeim bríxlum, sem við látum ósögð.“ „Hvílík mann-
vonzka!“ segir Littegarde, því hún espaðist of orðum
þessum; hún laut höfði í knje sjer og mælti grátandi:
„Eg man, að eg var með bræðrum mínum í höll hans
þremur dögum fyrir Remigíusar nótt. Hafði hann sem
optar efnt til hátíðar mjer til virðingar, og hafði eg látið
til leiðazt fyrir orð föður míns að þiggja boðið með bræðrum
mínum, því honum þókti vænt um, að menn aðhylltust
æsku mína. Seint uin nóttina þegar hætt var dansleiknuin
og eg var kominn í svefnherbergi initt, fann eg seðil á
borði mínu og var í honum ástarjátning, en hvorki stóð
nafn undir nje heldur þekkti eg höndina. En svo vildi
til, að bræður inínir voru þá staddir í herberginu og töluðu
sig saman um heimferð okkar, sem við höfðum ákveðið
til næsta dags. Var eg aldrei vön að leyi:a þá neinu og
sýndi þeim þegjandi það, sein eg hafði fundið. Sáu þeir