Ný sumargjöf - 01.01.1859, Side 37
37
sækja foreldra þeirra og hótaði þeim kvalafullum dauða ef
þeir ekki segðu til barna einna. En foreldrarnir sóru
og sárt við lögðu, að þeir ekkert vissu til þeirra, og
hallmæltu sonum sínum fyrir, að þeir hefðu gefið aleigu
sína og síðan horfið. Var lengi leitað árangurslaust, en
að því komust menn. að þeir höfðu farið þá leið, er lá
til eyðimarkarinnar við Selíonsfjall. Malkus, sem var í
borginni, búinn einsog stafkarl, varð þessa áskynja. Flýtti
hann sjer þá óttasleginn úr borginni og varð að fara
rnarga króka áðurenn hann kom til bræðra sinna. j>egar
hann hafði sagt þeim þessi illu tíðindi urðu þeir næsta
hugsjúkir. Borðuðu þeir grátandi brauð það, er Malkus
l'ærði þeim úr borginni. Ræddu þeir mikið um þetta
fram og aptur; náttmyrkrið datt á og voru þeir bræður
lúnir af bænum og hugarangri. |>á brá svo við fyrir
guðs tilhlutun, að allir þessir sjö menn sofnuðu fasta
svefni.
Desíusi gramdist að svo tignir unglingar skyldu
spotta virðingu hans og ásetti sjer að hefna sín á þcim;
skipaði hann því að kanna fjallið, og lagði svo fyrir,
að ef menn finndu nokkurn helli, skyldi hlaða múrvegg
fyrir mynni hans, svo að allir þeir, sem inni væru, yrðu
hungurmorða. j>annig voru þessir sjö menn innbyrgðir
sofandi. Tveir kristnir menn: Theódórus og Rutínus
skráðu píslarsögu þeirra og földu rit þetta haglega í
múrveggnum.
Löngu, löngu seinna, hálfri fjórðu öld eptir andlát
Desíusar, þegar þessi kynslóð var undir lok liðin og
Theódósíus keisari hafði rfkt i þrjátíu ár, kom upp
trúarvilla, sem afneitaði upprisu framliðinna. Slíkt guð-