Ný sumargjöf - 01.01.1859, Side 41
41
nafn, að hann ekki hefði fundið það, heldur fengið það
hjá foreldrum sínum.“ „Hvaðan ertu ?“ spurðu þeir höfð-
ingjarnir. „Eg veit eigi betur“, svaraði hann, „enn að
eg sje fæddur í borg þessari, svo framarlega sem hún
heitir Efesus. þá mælti hershöfdinginn: „Láttu for-
eldra þína koma, svo að þeir geti borið þjer vitni.
Nefndi unglingurinn foreldra sína, en enginn kannaðist
við þá. Hann lýsti stræti því, sem þeir höfðu búið í,
en það hafði nú í langan tíma borið annað nafn. Hjeldu
höfðingjarnir nú, að hann færðist undan með ósannindum.
Hvernig eigum við að trúa því“ mælti hershöfðinginn, „að
faðir þinn hafi átt peninga þessa, þarsein yfirskriptin ber
rneð sjer, að þeir sjeu slegnir fyrir meiru enn þrjúhundrað
og sjötfu árum síðan á ofanverðum döguin Desíusar
keisara? Hvernig getur það átt sjer stað, að svo langt
sje sfðan foreldrar þínir lifðu ? J>ú ert þorpari, ungur
inaður! og ættir að skammast þín fyrir, að þú gabbar
yfirvöld og dómara Efesusborgar.“ Malkus fjell angi-
starfullur á knje og mælti: „Fyrir guðs sakir! svarið
einni spurningu og skal eg þá segja yður allt, sem mjer
býr í skapi. Hvað er orðið af Desíusi keisara, sem í
gærdag ríkti í borg þessari?“ I>á svaraði biskupinn:
„Son minn! nú sem stendur heitir enginn keisari svo
í víðri veröld, en í fyrndinni var keisari einn er Desíus
hjet,.“ „f>á mælti unglingurinn: „Hvað stoðar mig þó
eg mótmæli ykkur? þið trúið mjer ekki hvort heldur
er. Komið með mjer til fjallsins Selíon, þar skildi eg
við fjelaga mína í helli nokkruin; hver veit nema þið trúið
þeim. Svo mikið er víst, að við flýðuin til fjallsins af
því við vorum hræddir við Desíus, og í gærdag sá eg