Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 42
42
hann með mfnum egin augum halrla innreið í Efesus-
borg.“ J>egar biskupinn heyrði þetta, gerðist hann hugs-
andi og mælti síðan „Fvrir ungling þenna hefur ef til
vill borið guðlega sýn og má vera, að drottinn vilji fyrir
hann birta oss vilja sinn. Látum oss fara með honum.“
Biskupinn og hershöfðinginn fóru þá með Malkusi og
mart annað fólk. |>egar þeir komu til fjallsins Selíon
gekk Malkus fyrstur inn í hellirinn; fylgdi biskupinn
honum og sá hann að á eitthvað blikaði milli stein-
anna í hinum gamla múr. Tók hann það upp og sá,
að það var handrit, innsiglað tveimur gullnuin innsiglum.
Hann stefndi þá fólkinu saman, lauk bókinni upp svo
allir sáu og las hana upp með skírri raust. þannig var
gátan ráðin, Malkus rjettlættur og kraptaverkið opinberað.
Fjell allt fólkið á knje og lofaði drottinn. En er menn
síðan gengu inní hellirinn, sáu þeir hina sjö helgu menn
og voru ásjónur þeirra blómlegar einsog rósir; Ijellu
þeir þá aptur til jarðar og lofuðu drottinn. Biskupinn
og hershöfðinginn sendu menn til Miklagarðs og beiddu
keisarann sem fljótast að fara til Efesus, svo að hann
með egin augum gæti sjeð guðs dásemdarverk. f>egar
keisarinn hafði lesið brjefið stóð hann upp og lofaði guð.
þvínæst ljet hann beita hestana fyrir kerru sína og ók
frá Miklagarði tii Efesusborgar. j>á gekk allur lýður
til inóts við hinn guðhrædda keisara og fylgði honum
til hellisins. f>egar hinir helgu menn sáu keisarann koma,
geisluðu ásjónur þeirra einsog sól. En er keisarinn sá
þessa dýrðlinga guðs, fjell hann fram á sína ásjónu og
tilbað þá, þvínæst fjell hann um háls þeim, kyssti þá
tárlellandi og mælti: „|>egar eg lít yður, þykir mjer sem