Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 43
43
eg sjái Lazarus upprisinn frá dauðum.u En Maximí-
anus tók þannig til orða: „Vita skaltu, guðhræddi keisari!
að almáttugur guð hefur til einskis annars vakið oss
upp frá dauðum áðurenn hinn mikla upprisudag ber að
hendi, — enn til þess að þú fast og öruggt trúir því, að
til sje upprisa alls holds. {>ví einsog barnið lifir í
skauti móður sinnar og veit ekki af sjer, þannig höfum
vjer hvílt hjer og legið í skauti jarðarinnar þennan langa
tíma, meðvitundarlausir.“ |>á er hinir helgu menn höfðu
þetta mælt, hnigu þeir í allra augsýn aptur til jarðar
og sofnuðu í annað sinn eptir guðs vilja og sofa þeir
enn í dag og munu sofa allt til efsta dags. Theó-
dósius keisari faðmaði og kyssti hina helgu menn ennþá
einusinni, grátandi heitum tárum, þvínæst ljet hann gera
þeim silfurlegar líkkistur og leggja þá í þær. En um
nóttina vitrudust hinir helgu menn honum og mæltu:
„Einsog vjer allt til þessa höfuin legið sofandi í jarð-
arinnar skauti ineðan drottni þóknaðist, þannig munum
vjer framvegis sofa, þangaðtil guð vekur oss upp á efsta
degi.“ |>egar keisarinn hafði heyrt þetta, Ijet hann
hlaða gullnum steinuin fyrir hellismynnið og boð út ganga
um alla veröld, að hver sem nú fraraar efaðist um upprisu
alls holds, skvldi rækur úr söfnuði kristinna manna,