Ný sumargjöf - 01.01.1859, Side 44
44
fflNN MIKLI KRISTÓFER.
ICristófer (Christophorus) fjekk nafn sitt af því, að hann
bar Krist, drottinn vorn á herðum sjer, en áður hjet
hann Repróbus og var fæddur í Kanaanslandi; hann
var mikill vexti sem tröll og ógurlegur ásýndum.
Repróbus, sem vissi afl sitt, einsetti sjer að þjóna
engum herra, nema þeim, sem engann hræddist í öllum
heimi. En er hann margsinnis hafði haft drottnaskipti,
heyrði hann sagt af konungi nokkrum, er væri inestur
og voldugastur á jarðríki. Fór hann á hans fund og
mælti: „Mikið hef eg heyrt látið af mætti yðrum og
veldi og heyrt hef eg, að þjer viljið þiggja þjónustu
mína.“ Konungi fannst mikið um svo stórfenglegan og
óttalogan mann, þáði boð hans og liafði hann í hirð
sinni. En þegar Repróbus um tíma hafði þjónað kon-
ungi, svo honum varð vel að skapi, vildi svo til, að
söngmeistari nokkur kom á ferð sinni í konungs garð.
Kunni hann að syngja inörg ágæt Ijóðmæli og voru
þau flest guðrækilegs efnis. Var hins vonda anda stundum
getið í þeim, en í hvert skipti sem meistarinn nefndi
djöfulinn, gerði konungur krossmark fyrir sjer, því hann
var kristinn. Repróbus furðaði sig á því og mælti:
.,|»ví dragið þjer stafi í lopti, í hvert skipti sem djöfull
er nefndur?“ Konungur vissi ekki, hvort hann ætti að
segja honum það, því hann vildi ekki missa Repróbus úr
þjónustu sinni. Kristófer tók þá aptur til máls: „Ef
þjer ekki segið mjcr. hvað því veldur, þá segi eg skilið