Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 45
45
viö yður.“ j>á svaraði konungur: ,,Eg skal þá ekki
dylja þig þcss. Djöfullinn er óvinur minn og alls
mannkvns og ver eg mig því með merki þessu í hvert
skipti sem hann er nefndur. svo að hann nái engu valdi
yfir mjer eða geri mjer mein.“ j>egar Repróbus hafði
heyrt þetta mælti hann. „Eg sje þá. að eg hef villzt
á yður, og að djöfullinn er sterkari enn þjer, fyrst þjer
hræðist hann. Farið vel! hjeðan af þjóna eg Djöflinum.“
Repróbus ráfaði nú uin víða veröld og spurði
hvervetna, hvar herra Djöfull væri ineð hirð sinni;
tókst honum ekki að finna hann. Einusinni þegar hann
var á ferð um eyðimörk, sá hann koma móti sjer ridd-
ara flokk, voru þeir svartir og ógurlegir. Reið einn
á undan. sem var afskræmislegri og andstyggilegri enn
allir hinir, hann reið til móts við Repróbus og spurði
hann að nafni og erindi? Svaraði hann þá: „Nafn mitt
er Repróbus og leita eg að Djöfli konungi. vildi eg
þjóna honum. ef kostur væri á.“ |>á svaraði riddarinn:
.,Eg er sá. sem þú leitar að.“ Var Repróbus feginn
fundi þeirra og var hann þegar látinn sverja hollustu
eið. En er þeir liöfðu riðið saman spölkorn. komu þeir
að þjóðvegi nokkrum. og stóð hjá honum krossmark.
j>egar djöfullinn sá krossmarkið, lagði hann á flótta og
reið í loptinu yfir þyrnirunna og hrískjörr, og fór á sig
geysilangan krók áðurenn hann þorði aptur að snúa útá
veginn. Varð Repróbus þá forviða og sagði við DjÖf-
ulinn: „j>ví kom slíkt ofboð yfir þig, þegar þú sást
trjefauskinn ? því flýr þú lafhræddur og læðist gegnum
skóginn, þegar alfaravegurinn liggur fvrir fótum þjer?“
Djöfullinn var tregur til svars. en Kristófer kvaðst skyldu