Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 47
47
að biðja, þegar eg kann engar bænir og þartil er orðfár.
Fá mjer heldur verk, sem krapta þarf til og karlmennsku,
og skal eg feginn vinna það guði til velþóknunar.11
Einsetumaðurinn virti hann fyrir sjer og mælti. .,f>ekkir
þú ferju eina hjer í nánd, sem gengur yfir fljótið?“
Kvað hann já við; „gott og vel,“ mælti einsetumaðurinn,
„fljótið er illt yfirferðar og straumhart, og veltur það áfram
með fossflugi; en þú ert stór og sterkur, ber þú því
gangandi menn yfir fljótið og mun það vel hugnast
drottni vorum.“ ,,f>essu bodorði get eg fullnægt,11 svaraði
Repróbus, „og er eg þegar búinn til þessa.11
Gekk hann þá undireins til fljótsins og gerði sjer
kofa á fljótsbakkanum. Hann hjó sjer langa og sterka
stöng og hafði sjer til stuðnings einsog staf, þegar straum-
fallið var stríðast. þannig bar hann ferðamenn ókeypis á
herðum sjer yfir fljótið bæði dag og nótt. í nafni drottins.
Eitt kvöld þegar hann lúinn og móður hafði
lagzt til hvíldar, heyrði hann að barnsrödd kallaði til
hans: „Kristófer! Kristófer! flýttu þjer og berðu inig
yfir fljótið.-1 Hann spratt þá upp úr fleti sínu og
hljóp út, en sá engan. í því hann var að leggjast
fyrir aptur, heyrir hann kallað að nýu, einsog með
grátraust: „Kristófer! Kristófer! koindu út og Iijálpaðu
mjer yfir fljótið.11 í þriðja sinn var kallað og fór
hann þá út í þriðja sinn með þolinmóðu og rósöinu
geði, sá hann þá lítinn svein standa hjá fljótinu. Sár-
bændi hann Kristófer að bera sig yfir elfina. Tekur
hann þá barnið undireins uppá herðar sjer, en stöngina
í hönd sjer og veður útí fljótið. Hækkaði straum-
urinn samstundis, en barnið hjekk þungt sem blý á heröuni