Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 58
58
en þau. sem lykjast aptur fyrir hádegi. þola ef til vill
ekki áhrif hins skæra ljóss. Eptir hinum ýmislega
tíma, sem blómin opnast á og lykjast saman, er hin
svonefnda blóma klukka búin til. Að því er þannig
farið, að í sama beði eru gróðursett blóm, sem opnast
og lykjast á ýmsum tíma og geta menn þá með því að
bera þau saman, sjeð hvað frammorðið er.
Áhrif ljóssins á lit jurtanna eru audsjáanleg. Sá
hluti t. a. m. af asparges stöngli, sem hylst í moldinni
er hvítur, hinn, sein uppúr stendur er grænn; þegar birtan
er tekin frá ýmsum káljurtum, verða þær hvítar. Höfuð
blómkálsins, sem er kringsett blöðuin, er hvítt, en blóm-
stöngull grænkálsins er grænn og blómin gul. Ræturnar
eru því nær aldrei grænar, heldur ávallt hvítar, gular
eða móleitar. Mergurinn eða hinn innzti hluti stönguls-
ins, er hvítur, kjarni fræsins eða frumfræið er optastnær
hvítt, en á himnur þær, er liggja utanum það, bregður
ýmsum lit. Jurtir þær, er vaxa í fjallanáinum eru
optastnær föllitar. Sú Idiðin á aldinum t. a. m.
eplum, er snýr að sólinni er litsterkari enn hin, sem
undan snýr, og opt koma hvítir flekkir á aldin, þegar
blöð eða greinar skyggja á þau.
fetta getum vjer nú sjeð dags daglega, en hið
sama lýsir sjer þegar vjer berum jurtirnar saman eptir
þeim stöðum jarðarinnar, sem þær spretta á. í hinu
heita jarðbelti, þarsem loptið er hreinna og gagnsæara
og sólarbirta áhrifameiri, eru blöðin dökkgrænni, en
blómin lithreinni, litskarpari og fjöllitari enn í hinu
tempraða eða kalda loptslagi. Að ljósið, en ekki hitinn
valdi þessu, er auðráðið af því, að í belti fjallurtanna