Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 59
59
á hinum hærri fjöllum, þarsem loptið er kaldara, en
gagnsæara, og Ijósið nýtur sín betur, þar eru blómin
lithreinni og litfríðari enn á láglendinu. Hinn sami
mismunur lýsir sjer, ef vjer beruin saman sjóarhjeröðin
í hinu tempraða jarðbelti við innsveitir meginlandsins.
þarsem loptið er heiðara, því þar verða blómin bæði
stærri, lithreinni og litskarpari enn á hinum drúngafullu
og þokusömu ströndum og eyum.
Hvernig að standi á þessum áhrifum ljóssins á
litarfar jurtanna, vituin vjer ekki til hlítar. |>ó mun
andardráttur jurtanna valda þeiin að miklu leyti, því
íneð honum anda þær að sjer kolefni. Sjest þetta
bezt af hinum græna lit, sem er aðallitur jurtanna.
Einsog fyr var sagt, blikna blöð og stönglar jurtanna
þegar þær missa sólarljóssins, en grænka þegar þær
njóta þess. En hinn græni litur í blöðunum og stöng-
lunum mynðast af því, að í hinum litlausu smáhoium
(Celler), sem eru meginhluti jartanna, eru græn smákorn.
(blaðgræna) í þeim pörtuin jurtarinnar, sem grænir eru.
Ransóknir efnafræðinganna sýna, að kolefni er aðalhluti
blaðgrænunnar. Nú ineð þvf andardráttur jurtarinnar.
þegar hún nýtur sólar, færir henni kolefni úr loptinu,
þá er það skiljanlegt, að meiri blaðgræna komi í smáhol
hennar og liturinn verða dekkri, þegar sólarljósið skín
á hana heldurenn ella. Hinu getum vjer enn sem komið
er ekki gert grein fyrir, hversvegna grænn litur komi
af kolefni. Andardráttur blómanna er öðru vísi enn
blaðanna. |>au anda að sjer súrefni (Ilt) og auka kolefni
loptsins ; eru þau því ætíð að kalla öðruvísi lit enn blöðin.