Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 61
61
GÍRAF.
Gíraf heitir spendýr eitt, er heyrir til jórturdýra
flokksins og er hann svo kátlega skapaður, að hann er
ákaflega hár framan, en Iágur aptan, og er hálsinn
geysilangur. Höfuð hans gnæfir opt 18 eða 20 fet
uppal' jörð, og getur hann þannig náð uppí greinar
trjánna og bitið blöðin, því á þeim nærist hann mest.
Hann er líkur pardusdýri á lit og er skinn hans
alsett inódökkum dílum. Gírafar lifa í smáhjörðum í
miðhluta og suðurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu og
Habesch. f>eir eru auðtamdir og má fæða þá á mais.
hveiti og byggi. Ljón og önnur óarga dýr sækja
optlega á þá, læðast að þeim og ráðast á þá, þegar
þeir vita sjer enga hættu búna. Á mynd þessari er
sýnt, hversu dýrið verst árás tveggja ljóna.
TÓBAKSJURTJN.
Jurtir þær, er heyra til tóbakskyninu. eru flestallai
einsárs jurtir með óskiptum, breiðum og safamiklum
blöðuin, hal'a blóm með fimmskiptan bikar. fimmklofna
krónu og fimm duptbera, en ávöxturinn deilist í tvö
rúin. Tóbakið heyrir til þess jurtabálks, er Linnð kallaði
rliinn tortryggilega“. og eru í honum sumar hinar megn-
ustu eiturjurtir; þó eru jarðeplin einnig í bálki þessum.