Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 66
66
það afhent f skrifstofum stjórnarinnar, en þjónar fara
víðsvegar uin landið til þess að uppræta allar tóbaks-
plöntur, sem gróðursettar eru í óleyfi, og sjá um
að öllu tóbaki sje skilað, þarsem það er ræktað í
laga leyfi.
Á Bretlandi er tóbaksrækt bönnuð. í öðrum löndum
hafa stjórnendur hvatt menn til innlendrar tóbaksræktar
t. a. m. í Pommern og Schlesiu. Tóbak vex víðast-
hvar í hinu heita og tempraða jarðbelti. Nyrðst vex
það í Skandínavíu við 62—63 mælistig norðlægrar
breiddar. 1 flestum hjeröðum Ameríku vex ágætt tóbak.
einkum í Virginíu, Karólínu, Venezóelu og Kúba, enda
gefa þessa hjeröð mest af sjer. I Norðurálfunni er
mest tóbaksrækt í Hollandi, Flandern, Elsasz, Ungara-
landi, Ukraine og Tyrklandi; þó er tóbak það, sem í
þessum löndum vex, miklu lakara enn í Ameríku,
þarsem það er upprunalegt. Tóbaksrækt er einnig inn-
leidd á Góðrarvonarhöfða og Nýahollandi.
SMÁSÖGUR.
Nirfill nokkur hengdi sig af því peningar höfhu verib sviknir
útúr honum. þjónn hans kom ab honum, skar snöruna sundur
og bjargabi þannig lífi hans. En þegar þjónninn fór úr vist-
inni, dró nirfillinn nokkra skildinga af kaupi hans, „því,‘*
mælti hann, „snaran var spáný; þjer tieffei verib nær a& ieysa
hnútinn enn ab skera hann sundur.“