Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 71
71
yferunar, því þá yrí)i jeg sá eini hjema í borginni, sem
stundaði atvinnu þessa, og hef&i eg þá einkarjett til aí> lána
uáunganum fje meb nægilegum ág«5&a.“
JÓHANNA D'ARC EÐA STÚLKAN FRÁ ORLEANS
A. öndverðri fimmtándu öld voru styrjaldir miklar á
Frakklandi af tveimur flokkum ; fyrirliöi annars flokksins
var hinn lögmæti ríkiserfingi Karl sjöundi, en fyrir hinum
rjeðu þau ísabella drottning, tnöðir hans og Filip, hertogi
af Búrgóndíu. Hinn síðarnefndi flokkur var í sam-
bandi við Englendinga og hafði ár 1420 tekið hinn
enska konung, Hinrek fimmta til konungs yfir Frakk-
land. Að honum látnum gáfu Englendingar syni hans
Hinreki sjötta, tæpra 9 mánaða gömlum, konungs nafn
yíir Frakklandi og settu föðurbróður hans, hertoga Jöhann
af Bedford til að stýra ríkjum fyrir hans hönd. Eng-
lendingum veitti miklu betur og settist greifinn af
Salisbury um borgina Orleans (1428). Horfðist illa
á fyrir Karli sjöunda ef borgin yrði tekin, en af honum
var lftils að vænta, því hann var sællífur og dáðlaus,
svo það mátti kalla kraptaverk, ef hans hlutur rjettist, úr
því sem komið var.
í>á varð og undur það, sem einstakt er í
sögunni, að ung og umkomulaus bóndadöttir frelsaði
föðurland sitt; hún hjet Jóhanna d’Arc og var fædd
1410 í þorpinu Dom Remi; hún var kvenna fríðust.
Einlæg trú og brennandi föðurlandsást urðu samfara