Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 73
73
ungarmál, sem enginn vissi af nema hann. Eptir það
ljet Karl prófa hana á fundi lögfræðinga og guðfræðinga;
voru margar spurningar bornar upp fyrir hana, en hún
leysti úr þeim öllum greindarlega og blátt áfram.
Munkur einn spurði hana, hversvegna hún beiddist
vopnaðra manna, fyrst það væri guðs vilji, að Eng-
lendingar yrðu reknir burt. Svaraði hún þá; „Her-
mennirnir skulu berjast og guð mun gefa þeim sigur.1-
Nú var það ráðið af, að reyna hana og flytja
vistir undir hennar forustu inn í borgina Orleans, sem
þá og þegar ætlaði að gefast upp. Skipaði konungur
að hún skyldi hafa föruneyti einsog herforingjar. 1
borginni Blois, þarsem menn bjuggust til leiðangurs
þessa, ljet hún gera hvítan fána, allt eptir því, sem
vitranir hennar höfðu sagt fyrir. Á hann var dregin
mynd frelsarans; hjelt hann í hendi sinni á jarðar-
hnettinum, sem var alsettur liljum, en tveir englar krupu
á knje, sinn til hverrar hliðar honum. J>araðauki hafði
hún merkilegt sverð; segir sagan að hún hafi vísað
mönnum á það og sagt að það væri geymt bakvið
altarið í kyrkjunni Firbois, og væru íimm krossar á
hjöltunum og hafi sverðið fundizt þar. Til þess að
gera hermenn sín maklega guðlegs fulltingis ljet hún
koma á ströngum heraga; lilutu allir að ganga til
skripta og fela sig guðs miskunn. Bannaði hún blöts-
yrði, spil og gripdeildir og lagði harða hegningu við;
allar lauslætis konur rak hún burt. Skyldi og flokkur
presta fylgja hernum og hafa merki fyrir sig. Náði
nú herinn þvínær mótstöðulaust til Orleans. Jóhanna,
er sýndi meiri herkænsku enn allir herforingjarnir, komst