Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 77
77
Næsta vor fór hún til Compiegne, er Filip af Búrg-
úndíu sat um með mikinn her. Sama dag og hún
kom þangað var gerð útrás frá borginni, en Búrg-
undar hröktu liðið aptur með ofurefli sínu. Einsog
Jóhanna var fyrst til að sækja, var hún seinust til að
flýa, og kom hún því að borghliðinu lokuðu. Enginn
beið hennar þar, enginn riddari varð til að verja hana,
og handtóku Búrgúndar hana því eptir drengilegustu
vörn (23 mai 1430).
Englendingar, sem nú vildu hefna sín á henni,
buðu Búrgúndum mikið fje til að ofurselja sjer hana.
Varð hún þess áskynja og fleygði sjer ofanúr turni
þeim, sem fangelsi hennar var í, svo að hún ekki
kæmist í vald hinna verstu óvina sinna. En bilta
þessi varð henni ekki að bana og var hún tekin, þar
sem hún lá á jörðinni meidd og meðvitundarlaus. Lok-
sins var hún ofurseld Englendingum fyrir ærna peninga
og var þá íarið með hana til Kúðuborgar. Hinrek
konungur 6ti og hertoginn af Bedford voru þar í það
mund. Var hún þá hneppt í díblissu, lögð í hlekki
og falin gæzlu hinna verstu þræla, er skapraunuðu henni
með illyrðuin og svívirðilegu tali og lögöu jafnvel
hendur á liana. Englendingar höfðu nú fastráðið dauða
hennar. Var því settur klerka dómur, er höfða skyldi
mál á móti henni. Hafði hún engan lögfróðan mann
sjer til varnar eða ráðaneytis, heldur stóð hún ein síns
liðs, ung að aldri og hafði ekki annað við að styðjast
enn náttúrlega greind sína. Var haldið próf yfir henni
íjórar stundir á dag, og var hinum óleyfilegustu og
svívirðilegustu meðölum beitt við hana. Leysti hún