Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 80
80
hana. 25 árum seinna var mál hennar endurskoðaö
og reyndist þá, að dómurinn var á móti öllu laga sniði,
og var því lýst yfir í öllum borgum ríkisins, að hann
væri sprottinn af illmennsku einni og ofríki. A torginu,
þarsem Jóhanna hafði verið brend, var haldin hátíðleg
prósessía, flutt lofræða henni til vegsemdar og reistur
minnisvarði. En fegurri er sá minnisvarði, sem hún reisti
sjer í hjarta þjóðar sinnar og í hjörtum allra þeirra,
sem tilfinningu hafa fyrir því, sem fagurt og háleitt er.
Mun hún því ætíð ljóma einsog fögur stjarna á hinum
dymma himni aldar sinnar, einsog vegleg fyrirmynd
trúar, föðurlandsástar. hugprýði og kvennlegs sakleysis.
! íit eguIWint 07<5 úcd „■ . '
í ic^uibnál’gfK'í lornu:
UNNINN MIKLIGARÐUR.
Hi6 austur-rómyerska ríki var ekki orðið annað enn
eintómt nafn og skuggi þess, sem það hafði verið og
fór þvf æ meira og meira hnignandi. Ríki Ósmanna
(Tyrkja) haföi magnazt stórum á stuttum tíma; höfðu
þeir brotið undir sig alla Asíu hina minni og gert kei-
sarann í Miklagarði skattgildan. J>að var óraskanleg
skipun lorlaganna að Mikligarður (Byzantiuin, Constant-
inopolis) hið síðasta aðsetur hins forna keisaraveldis
skyldi verða höfuðból hraustrar, en siðlausrar villuþjóðar,
eptir að hann hafði verið höfuðborg kristinna keisara
meira enn eina þúsund ára.