Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 86
86
Móhamtned sá nú, að borgin mundi vera óvinn-
andi, nema hann gæti sókt að henni frá höfninni; en
að henni var ómögulegt að komast, því járnrekend-
urnir voru dregnir fyrir hafnarmynnið og þarfyrir innan
lágu átta stór skip og yfir tuttugu minni. |>á kom
honuin stórkostlegt ráð til hugar, að flytja landveg hin
ljettari skip og hergögn sín frá Bospórus ofan til
hafnarinnar. far á milli er eitthvað míla og er jarð-
vegurinn ójafn og vaxinn þykkuin skógi. Ljet hann
leggja veginn borðum og bera feiti á, til að gera þau
hál og tókst honum á einni nótt að draga 80 skip
til hafnarinnar. Hafnarbotninn var grunnur og gátu
skip Grikkja, sem voru iniklu stærri, ekki grandað
þeim. Nú tóku Grikkir að örvænta sem von var.
Jústiníaní ætlaði eina nótt að brenna upp skip Tyrkja,
en það tókst ekki, því hinir genúesisku innbúar í
Galata höfðu gert soldán varan við.
Nú var ekki lengur unnt að afstýra óhainingjunui.
Fjöldi liðsmanna Konstantíns var fallinn og víða brotin
skörð í borgarveggina, er fjandmennirnir sóktu á frá
öllum hliðum. þaraðauki var hinn mesti flokkadráttur
og ósamlyndi í borginni, höfðingjar Grikkja sáu ofsjónum
yfir afreksverkum og hreysti Justiníanís og keisaranuin
var ámælt fyrir, að hann tók helga gripi úr kyrkjum
af peningaskorti, til að borga liði sínu mála.
Móhammed bjóst nú til megináhlaups á horgina
og ætlaði til þess 29da dag maimánaðar, því af
stjömuspádómum rjeði hann, að sá dagur væri mikill
hamingju dagur. Um kvöldið 27da dag maiinánaðar gerði
hann loksins kunnugar skipanir sínar, stefndi saman