Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 87
87
liðs foringjunum og sendi kallara um herbúðirnar. Yar
múselmönnum ráðið til að hreinsa hugann með bæna-
gjörð og líkamann með því að lauga hann sjö sinnum,
og fasta þangað til að kvöldi næsta dags. Fjöldi
munka gekk tjald úr tjaldi til að innræta hermönnum
löngun til að deya fyrir trú sína, og ábyrgjast þeim
ódáins sælu innanum strauma og aldingarða para-
dfsar, í faðmlögum svarteygra meya. Einkum treysti
þó Móhammed hinuin tímanlegu og sýnilegu fyrirheitum.
„Borgina og húsin áskil eg mjer“, mælti hann, „en
hreysti yðvarri eptirlæt eg herfang allt og hertekið fólk,
gull og gersemar og fagrar konur; njótið auðs og sælu!
I ríki mínu eru mörg skattlönd; hinn hugrakki her-
inaður, sem fyrst kemst uppá borgarveggi Miklagarðs,
skal verða jarl í því, sem fegurst er og auðugast, og
skal þakklátsemi mín bæta á virðingu hans og auðlegð
langt umfram von hans.“ Allt þetta vakti almennan
áhuga og ákafa um gjörvallan herinn; hirtu Tyrkir nú
ekki um líf sitt og urðu óðfúsir að berjast. Tók undir
í öllum herbúðunum af ópi þeirra: „Guð er guð!
einungis einn guð er til og Mahómet er postuli guðs,“
og sjór og land, allt frá Galata til hinna sjö turna,
lýstist um nóttina af loga varðelda þeirra.
Hinir kristnu menn vorn í allt öðru skapi, og
hörmuðu þeir syndir sínar eða refsingu synda sinna
með auinlegum kveinstöfum. Hið himneska líkneski
guðs móður haiði verið borið fram til sýnis í pró-
sessíu, en hin guðlega bjargvættur daufheyrðist við
bænum þeirra; þeir ámæltu keisaranum fyrir þrákelkni,
að hann ekki hefði viljað gefa borgina upp í tíma;