Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 93
93
Hassan og hinir tólf voru komnir upp á brúniiia, þá
var tröllinu hrundiö ofan af veggnum; hann reis upp
á annað knjeð, en hnje aptur til jarðar fyrir spjótadríf-
unni og grjótkastinu. En hann hafði sýnt, hvað
inögulegt var; borgarveggirnir og kastalarnir urðu á
augabragði alþaktir af hinum ótölulega grúa Tyrkja
hersins, en Grikkir hrökkluðust ofanaf virkjunum og
urðu bornir ofurliða af hinum vaxandi manngrúa. Keis-
arinn, sem fullnægði öllum skyldum góös hershöfðingja
og bardagamanns, sást lengi innanum mannfjöldann,
en hvarf að lokum. Heyrðu inenn hann kalla og segja:
„YTill enginn kristinn maður höggva af mjer höfuðið“ ?
og það var hann síðast hræddur urn, að heiðingjar
lengju handtekið sig kvikan. í örvæntingu sinni fleygði
Konstantín purpuraskikkjunni og fjell í mannþrönginni,
og vita menn eigi, hver banamaður hans var; hlóðust
valkestir yfir lík hans. þegar liann var fallinn, var
engin vörn framar og engin regla; flýðu Grikkir inn í
borgina, og urðu margir fótum troðnir og köfnuðu í
hinum þröngu hliðum Rómanusar kastala. En Tyrkir
ruddust gegnum skörðin í hinum innra vegg, og er
þeir koinu lengra inn í strætin, hittu þeir fjelaga sína,
sem höfðu brotizt í gegnum hliðið Phenar hafnar megin.
Meðan ofsóknin var áköfust voru drepnar hjerumbil
tvær þúsundir kristinna manna, en ágirndin varð fljótt
ríkari enn grimmdin, og sáu sigurvegararnir, að þeir
hefðu undireins átt að gefa grið, hefði ekki hreysti
keisarans og inanna hans búið þeiin sömu mótstöðu
hvervetna í borginni.
Illar fregnir fljúga að vísu fljótt, en svo var Mikli