Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 95
95
Tyrkjum var engin mótstaða veitt, höfðu þeir ekki
annað aö gera enn kjósa sjer bandingja og taka þá fasta.
Kusu þeir eptir æsku, fegurð og ríkmannlegum búningi,
og fóru skipti þessi ýmist eptir því, hver fyrstur náði,
hver sterkastur var, eða eptir virðingu og metorðum.
Að stundu liðinni var búið að binda alla hertekna karl-
menn með köðlum, en konur með höfuðdúkum þeirra
og beltum. Ráðherrar voru fjötraðir með þrælum sínum,
yfirklerkar með daglaunamönnum kyrkjunnar; ungir
almúga inenn með hinum tignustu meyum, sem áður
höfðu hulið andlit sitt fyrir sólinni og nánustu ættingjum.
1 þessari sameginlegu herleiðingu var enginn manna-
munur gerður, og bönd skyldugleikans voru slitin sundur,
hinn miskunar lausi hermaður skeytti ekki andvörpum
föðurins, tárum móðurinnar eða veini barnanna. Aumleg-
ast báru nunnurnar sig, er þær voru slitnar frá altarinu
ineð nakin brjóst, hendurnar upprjettar til himins og
flakandi lokka. Voru hinir ólánssömu Grikkir reknir
liópum saman gegnum strætin, bundnir á strengi, og
hart eptir þeim gengið með höggum og hótunum. Um
saina leyti voru rænd klaustur öll og kyrkjur, hús og
hallir og ekkert var svo heilagt, að það gæti verndað
Grikki sjálfa eða eignir þeirra. Hjerumbil 60 þús-
undir þessa guðhrædda fólks voru fluttar úr borginni
til herbúðanna eða flotans; var það selt eða látið burt
í skiptum, allt eptir því sein eigendum líkaði, og tví-
straðist það víðsvegar um lijeröð Tyrkjaveldis. Meðal
annara merkísmanna er getið sagnaritarans Phranza,
hann var fjóra mánuði í harðri áþján, en fjekk þó
í'relsi sitt og leysti út konu sína hjá hestaverði sol-