Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 96
96
dáns, en bæöi börn hans, sem voru í blóma æskunnar
og fegurðarinnar, haföi Móhainmed kosið handa sjálfum
sjer. Dóttir hans dó í kvennabúrinu, ef til vill ósaurg-
uö; sonur hans, er var fimmtán vetra gamall, kaus
heldur dauða enn svívirðing og rak Móhammed hann
í gegn, er hann eigi fjekk þröngvað honum til ónáttör-
legs samræðis.
Vallenzk herskip og verzlunarskip höfðu enn í
valdi sínu járnrekendurna og hafnarmynnið. Höfðu
þeir, er á þeim voru, sýnt mikla hreysti í umsátrinu,
og notuðu þeir nú tækifærið til að flýa, meðan sjólið
Tyrkja var að ræna á víð og dreif í borginni. Meðan
þeir undu upp segl var ströndin alþakin fjölda fólks,
er burt vildi flýa, en farkostur var eigi til handa svo
mörgum, og tóku Feneyingar og Genúumenn einungis
við löndum sínum.
Nú hafði verið rænt frá fyrstu stund til hinnar
áttundu þenna dag; þá hjelt soldán sigri hrósandi inn-
reið sína gegnum hlið Rómanusarkastala. Fylgdu honum
vezírar hans, liðsforingjar og varðmenn og segir sagn-
aritari nokkur byzantínskur, að hver þeirra hafi verið
þreklegur sem Herkúles, hvatlegur sem Appolló og í
bardaga á við hverja tíu, eptir því sem menn almennt
gerast. Horfði sigurvegarinn ánægður og undrunar-
fullur á hinar dýrðlegu hallir og kyrkjur, er voru svo
frábrugðnar byggingarlagi Austurheims manna. Á
paðreymi varð honum litið á hina undnu súlu hinna
þriggja höggorma og mölvaði hann með jámkylfu sinni
neðri kjapt eins af ferlíkjum þessum, sem Tyrkir skoð-
uðu einsog átrúnaðargoð eða verndargripi borgarinnar.