Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 101
101
konungi, stóó Gústaf þá aðeins með 20 þúsundir manna
á múti Wallenstein, er hafði 40 þúsundir. Varð Gústaf
því að reisa víggyrtar herbúðir umhverfis Naumburg til
þess að geta varist slíku ofurefli liðs. 1. dag nóvem-
bermánaðar var öllu þessu í lag komið, en haustkuldinn
fór svo mjög vaxandi, að dáíarnir gátu eigi lengur
haldizt við í tjöldunum, heldur urðu þeir þegar hinn
3 dag nóvembermánaðar að flytja inn í borgina. f»ókti
þá setn herferðinni væri lokið að sinni. Her keisarans
lá í Weisenfels og var þangað tæp míla; var þar ráð-
gert að veita Svíutn atgöngu, því þeir höfðu ekki meira
enn helfing liðs; en vegurinn til Naumburg var örðugur
og torfær, herbúðir konungsins voru óvinnandi eptir
vanda, og var kominn slíkur herpings kuldi, að hermenn
þoldu ekki við á víða vangi. Greiddu því allir á her-
foringjafundi og jafnvel Pappenheim og Holk líka,
atkvæði með því, að ekki skyldi ráða til atlögu við
Svía. í þess stað var borin upp önnur uppástunga.
Pappenheitn var virðingagjarn maður og var honum því
sárnauðugt að vera aðgjörðalaus, eða hlýða skipunuin
annara, og þessvegna hafði hann áður færzt undan að
veita Wallenstein lið hjá Niirnberg. Eins hafði hann
nú látið semja fyrir sig á laun í Vínarborg, Múnchen
og Madrid og beiðzt þess, að sjer yrði leyft að stofna
her útaf fyrir sig í neðra Saxlandi, og fengin herstjórn
í hendur. Höfðu stjórnendur ekki þorað að leyfa
Pappenheim þetta, því þeir óttuðust reiði Wallensteins,
enda hafði Pappenheim því aðeins komið til liðs við
hann, að hann og undirforingjar hans höfðu fengið
skýlausa skipun frá honum. Leitaðist Pappenheim því