Ný sumargjöf - 01.01.1859, Side 111
111
Stórskotaliðiö beggja megin hóf nú skothríðina
og greiddu Svíar atgöngu. En meðan á framsókninni
stóð, biðu þeir mikinn mannskaða af fallbissum
Wallensteins og skotliði hans, er lá niðrí skurðinum:
hleypti það skaðvænum skotum á Svía, sem sóktu vam-
arlausir frammá völluna. Skipaði konungur þá að
reka fast eptir þeim. En riddurum veitti örðugt að
knýa fram hesta sína móti skoteldunum og enn erfiðara
að komast yfir skurðina, auk þess að hinn vinstri fylk-
ingararmur beið mikið tjón af fallbissum fjandmann-
anna, er reistar voru hjá vindinyllunum. Fótgöngulið-
inu gekk allt betur. Fyrst ruddist hin sænska hersveit
yfir veginn, þarnæst hin gula, þá hin bláa, tóku þær
sjö fallbissur fjandmannanna, er stóðu þar, og geystust
síðan með ógurlegri ferð móti hinni fremstu herdeild
þeirra. Hershöfðinginn Bertold von Wallenstein steypt-
ist til jarðar, en liðið var höggið niður eða flýði víðs-
vegar. Sömu afdrif hafði hin önnur herdeild er Grana
rjeði fyrir; en á þriðju herdeild linaðist hin harða
atganga, og rjeðust nú riddarar fjandmannanna á hlið
Svíum. Fengu þeir litla hjálp af fjelögum sínum.
Vinstra megin hafði hin bláa hcrsveit ekki getað fylgt
hinum, vegna hinna mannskæðu skota frá vindmyllunum
hafði hún því hörfað aptur bakvið hús malarans, er þar
stóðu hjá; hægra megin voru ennþá ekki komnir mjög
margir riddarar Svía yfir hina breiðu og djúpu skurði.
Konungur sá, hversu augnablik þetta var mikilvægt,
og flýtti sjer þangað í broddi Smálendinga; Stenbock
lá særður á vfgvellinum. „Fylgið mjer! hraustir
drengir!" kallaði konungur og hleypti yfir skurðina.