Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 112
112
Engir nema þeir fjelagar konungs og fáeinir af ridd-
urunuin höföu svo góða hesta, að þeir gætu fylgt
dæmi hans. Eptir því tók konungur ekki. „J>arna
er hinn hættulegasti fjandmaður okkar,“ mælti hann og
benti á herflokk Pikkolomínis. Einn undirforingi Austur-
ríkis manna sá, að Svíar viku raeð lotningu úr vegi manns
þess. er frain reið. Hnippti hann því í handlegg dáta
nokkurs, benti á konunginn og mælti: „Maðurinn þarna
er víst höfðingi. Skjóttu á liann 1“ Dátinn skaut og
braut kúlan vinstri handlegg konungs, svo að blóðið
lagaði úr, en mergjarholið sást útum fötin. „Konung-
inum blæðir!“ æptu Svíar. „|>að er ekkert, sveinar!
sækið rösklega frain!“ svaraði Gústaf Adolf og leitaðist
við að eyða hræðslu þeirra með glaðlegu yfirbragði.
En skjótt varð hann svo yfirkoininn af sársauka og
mæddur af blóðrás, að hann hallaði sjer að hertoganum
af Láenborg og beiddi hann á frakkneska tungu aö
koma sjer burt úr orrustunni svo enginn vissi al.
Viku þeir sjer þá til hliðar svo að Smálendingar eigi
sæu, að þeir hörfuðu undan. En er þeir voru komnir
fáein fet áfram, sókti herflokkur sá, er Gösz rjeði fyrir
á eptir þeim og fremstur í flokki undirforinginn Morisz
von Falkenberg, þekkti hann konung, skaut hann ígegn
og mælti: „Að þjer hef eg lengi leitað.“ En í sama
bili kom kúla í Falkenberg, einsog til hefnda, og hnje
hann dauður niður. Varð konungur valtur í söðli, en
hjelt sjer þó enn á hestbaki og mælti með veikri rödd:
„Bróðir! reyn þú að forða lííi þínu! eg hef fengið svo
sem mjer dugir.“ En hertoginn reið þá til hans og