Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 121
121
flota Svía á höfninni, ferðbúinn til flutnings þessa.
Safnaðist þangað fjöldi^manna tíginna og ótíginna; þar
var ekkjudrottningin Maria Eleónóra með bróður sínum
og systur, hinir sænsku ráðherrar Herman Wrangel,
Aki Tott, Jóhann Baner, Gabriel Oxenstjerna, Sten
Bjelke og margir fleiri auk ótölulegs manngrúa. 15.
dag júlímánaðar var líkið borið útúr borginni í bátíð-
legri líkfylgd og skyldi nú flytja það útá skip. A
ströndinni hjelt Sten Bjelke ræðu fyrir mannfjölda þeim,
er þar var saman kominn. J>að var hátíðlegt atvik,
sem minnti á, hversu konungurinn fyrir þremur árum
síðan stje fyrst fæti á strönd þessa, huguin stór og
vonglaður, er ástaraugu ættjarðarinnar fylgdu honum og
vonaraugu þjóðverjalands fögnuðu honum. Nú lá sami
flotinn við hina söinu strönd því nær um sama levti,
en í þetta skipti átti hann að flytja jarðneskar leifar
hinnar föllnu hetju frá hinu svrgjandi j>jóðverjalandi til
hinnar syrgjandi fósturjarðar. En hinu mikla verki
var framgengt orðið. Hlekkir myrkranna og harð-
stjórnarinnar voru brotnir. þakklæti og blessun hinnar
frelsuðu Norðurálfu fylgdu hetju Ijóssins á leiðinni til
föðurlands hennar.
Ferðin gekk vel og kom flotinn 8. dag Ágústm.
til Nýakaupangs. þegar hann nálgaðist ættjörðina, dró
svört ský yfir allan himininn og gerði steypihríð. [>að
var einsog Hvíþjóö sorgarbúin og grátandi tæki við
dupti síns mesta og kærasta sonar. Líkið var borið
til kyrkju í Nýakaupangi og skyldi vera þar, þangaðtil
það yrði hátíðlega greptrað. Gústaf Adolf hafði kosið
sjer greptrunarstað í Riddarahólms kyrkju. Var því