Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 125
125
Adolf byrjar öll l'yrirtæki sín með bænargjörð og endar
þau með þakkargjörð.“
Allt líferni konungs var spegill þessarar hreinu
og innilegu guðhræðslu. Eptir ástarbrögð hans við
Margrjetu Kabeliau verður honum ekki brugðið um neina
lausung. Hann var með öllu laus við allt óhóf í mat
og drvkk. spil og iðjuleysi. Einsog hann bar langt af
ollum. sem með honum voru. sakir afbragðs mannskosta
sinna. var hann hafinn uppyfir alla öfund. Hann þurfti
eigi undirl'erlis, því hann þurfti einskis að dyljast:
engrar tortryggni, því hann hafði enguin gert rangt til;
„eg get“ sagði hann, „sofið í knjám sjerhvers þegna
tninna.“ Frægðin var hið eina, sem hann ágirntist og
hennar leitaði hann f sigri sannleikans og velferð i'óstur-
jarðar sinnar. Við ættingja sína og vandamenn fórst
honum drengilega, enda þó þeir hefðu gert á hluta
hans, og var hann hinn elskuverðasti í umgengni sinni,
bæði við þá og aðra vini sína.
Einsog konungur sjálfur gekk á undan öðrum með
hreinu og flekklausu eptirdæmi. svo leið hann heldur
enga siðlausa menn f hirð sinni. Rógburði og bak-
mælgi var frá vísað með fyrirlitningu; spil, drykkju-
skapur og kvennafar var ineð öllu forboðið. Leggði
nokkur ungur maður slíkt. í vanda sinn, var honum
óðar vísað frá hirðinni. og höfðu því aðrir gætur á
sjer. Konungshöll Svfþjóðar var ekki einungis heim-
kvnni herfrægðar, vfsinda, lista og l'egurðar. heldur einnig
guðhræðslu, rjettvísi og góðra siða og litu innbúar
Sviþjóðar upp þangað, með undrun og lotningu fyrir
liina glæsilcga, og ást á hinu drengilega og æruverða,