Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 126
126
sem bjd innan múra hennar, og hiö fagra eptirdæmi
hafði blessunarrík áhrif f öllu ríkinu. j>annig tamdi
Gústaf Adolf. einsog fleiri ættmenn hans. þjoð sína við
þá karlmennsku, alvöru. dyggð og ráðvendni, sem eru
aðal grundvöllur allrar sannrar farsældar, bæði einstakra
manna og heilla ríkja.
Gústaf konungur var lærður vel og mjög hneigður
til bdknáms. en er hann varð konungur, gat hann síður
gefið sig við vísindaiðkunum. Las hann þd opt í
tdmstundum sfnum; hann var og ágætur rithöfundur;
þó Ijdðmæli hans sjeu engin snildarverk, lýsa þau samt
hreinum og háleitum hugsunum. Sagnarit hans eru
ágæt og það er vafalaust, að hann var hinn mesti
mælskumaður á sinni öld.
Gústaf var skapbráður maður og valdi þá lítt
orð sín, stundum lagði hann og hendur á menn og var
honum þvínær dmögulegt, að stilla geð sitt. Aldur og
reynsla kenndu honuin loksins að leggja taum á skaps-
muni sína, en þd mátti jafnan sjá geðshræringar á svip
hans, því þá setti hann rauðan og komu kippir í andlit
honum. En hann var hinn sáttgjarnasti maður og reyndi
jafnan að bæta úr bráðræði sínu með drengskap. Skot-
lenzkum ófursta, er Seaton hjet, hafði yfirsjezt eitthvað,
er liðið var kannað og veitti konungur konum átölur
fyrir. Seaton tdk að verja sitt mál og jdkst orð af
orði, þangaðtil konungur rak honum kinnhest, svo að
öll fylkingin sá. Seaton gat enga uppreist fengið,
krafðist lausnar úr herþjdnustunni og reið sama kvöld
yfir landamæri Danmerkur, til að leita sjer nýrrar vistar.
f>á iðraðist konungur og reið á eptir Seaton með tvo