Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 127
J27
þjóna. Hinumegin Jandamæra náöi hann Seaton og
mælti: „Herra ófursti I þjer hafið orðið bæði fyrir
skaða og rangsleitni af mjer. I>ykir mjer það illt, því
þjer eruð góður drengur og því kem eg nú til að veita
yður uppreist. Hjer, fyrir utan landamæri Svíþjóðar
eru Gústaf Adolf og Seaton jafnir. Sjáið! hjer eru
tvær smábissur eða tvö sverð. Hefnið yðar ef þjer
getið!“ Seaton lleygði sjer þá fram fyrir fætur honum
og beiddist þess, að hann mætti lifa og deya í þjónustu
Gústafs. Gústaf faðmaði hann að sjer og riðu þeir
aptur til herbúðanna; sagði Gústaf þar í margra viður
vist frá uppreist þeirri, er Seaton hcfði fengið.
Auk þess að Gústaf var einhver hinn mesti her-
foringi, sem verið hefur, var hann hinn hraustasti bar-
dagamaður og álösuðu margir honum fyrir, að hann
ekki gætti þess mismunar, sem væri á skyldum dáta
og hershölðingja. En það var sannfæring hans, að
hershöfðingi gæti ekki krafist meira hugrekkis af undir-
mönnum sínum enn sjálfum sjer. Enda kunni Gústaf
ekki að hræðast. j>egar menn beiddu hann að vara
sig, svaraði hann ýmist í gamni: „Ennþá hefur f'all-
bissukúla aldrei orðið neinum konungi að bana;“ eða
í alvöru: „Trúnaðartraust á drottni er hin besta var-
kárni;“ eða: „Hvern dauða getur konungur kosið sjer
fegri, enn að falla fyrir þjdð sína og gott má!efni?“
það mundi þvínær óinögulegt að telja upp, hversu opt
hann var í líísháska; níu stór ör voru á líkama hans,
auk sára þeirra. er hann var særður á dauðadegi
sínum.