Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 13
13
eptirleiðis að hafa eitt þing þrír saman (várping), og auk þess áttu
þeir g goðar, er nú vóru í hverjum fjórðungi þeirra þriggja, Austfirð-
ingafjórðungs, Sunnlendingafjórðungs og Vestfirðingafjórðungs, en
12 í Norðlendingafjórðungi, að heyja fj’órðungsþing saman. Goð-
orðatalan var þannig ákveðin og lögbundin, og við þessa lögskip-
uðu goðorðatölu var miðuð dómnefna og lögrjettuskipun á alþingi.
Á alþingi ernúfyrst talað um ,,lögrjettuskipun“, og má þar af ráða,
að þá fyrst hafi lögrjettan verið greind frá dómunum1. En tilgang-
ur nýmælanna var þó eflaust alls ekki sá, að draga allt dómsvald
eða samþyktarvald um innanhjeraðsmál frá hjeraðsþingunum, enda
eru ótal sannanir fyrir því í fornritum vorum, að dómar hafa verið
skipaðir á hjeraðsþingunum, svo að jeg álít óþarft að eyða orðum
að því, en að því ersnertir hið sjerstaka löggjafarvald hjeraðsþing-
anna, þá er mjög ólíklegt, að alþingi svo snemma á tímum hafi
haft það bolmagn, að það hafi verulega getað takmarkað þetta vald
hjeraðsþinganna. En þrátt fyrir það er alls óvíst, að skipuð hafi
verið sjerstök lögrjetta á hjeraðsþingunum. Hið eina, sem kynni að
mæla með því, er það, að sjerstök lögrjetta var skipuð á alþingi.
En þar var allt öðruvísi ástatt en á hjeraðsþingunum; þar var nauð-
synlegt að hafa eitt löggjafarþing óháð dómunum fyrir allt landið,
því að fjórðungsdómarnir fengust að eins við fjórðungsmál. f>að er
líklegt, að allt þetta hafi verið talsvert óbrotnara á hjeraðsþingun-
um. Staður sá, sem áður var til færður um lögrjettuna, úr Grettlu,
sannar ekkert. Mjer þykir líklegast, að nýmæli fórðar gellis hafi
að þessu leyti alls ekki gjört neina breyting á því ástandi, sem áð-
ur var, og að dómarnir á hjeraðsþingunum hafi eins eptir sem áð-
ur fjallað um löggjafarmál, sem hjeraðið snertu, með öðrum orðum,
að lögrjettan hafi verið sameinuð dómunum í hjeraði. Staður sá,
sem áður var tilfærður úr Konungsbók, að hjeraðsþingin megi gjöra
viðauka við þingsköp alþingis, ef „þingheyjendr verði ásáttir“,
bendir ef til vill til þess, að dómarnir á hjeraðsþingum hafi fyrst
greitt atkvæði um hjeraðslög, og allir þingheyjendur síðan lagt á
þau samþykki sitt, likt og var i Noregi.2
Nýmæli fórðar gellis vóru eflaust eitt stig í þá átt að styrkja
allsherjarríkið og draga nokkuð úr hinu ótakmarkaða hjeraðafrelsi.
En saga íslands um næstu 6o — 70 ár sýnir, hversu lítið vannst á
1 þessu efni. Allt fram til loka sögualdarinnar gengur ekki á
öðru en deilum milli einstakra höfðingja eða heilla hjeraða, og áttu
þær að miklu leyti rót sína í því hóflausa hjeraða- og einstaklings-
frelsi, sem hafði verið grundvöllur hinnar fyrstu íslenzku stjórnar-
skipunar. Eptir söguöldina hljóðnuðu deilurnar að mestu leyti, og
1) íslendingabók, ð. k.
2) Sjá Keyser : Efterl. skriftör II. bls. 235.