Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 41
39
verið hulin niiíri við' giliff, — og er það illa farið ! Hjá þeim stað,
sem líklegastur er til fyrirsáts, er steinn við veginn, sem sagt er
að kross hafi staðið á í pápiskri tíð, og skyldi hver gefa þar til, sem
fyrsta sinn fór um veginn. Og sú venja hjelzt fram undir 1850 að
gefa til steinsins í gamni t. a. m. bein, kvist, stein eða annað, og
var það kallað: „að gefa Gauki“; má vera, að steinninn hafi verið
kenndur við Gauk, og hafi hann varizt á honum og fallið þar, því
þar er ekki annað vígi betra. Krossinn hefir verið reistur síðar.
Af norðurhorni Hagafjalls gengur Ásólfsstaffafell til norðaust-
urs. f»að er miklu lægra, og hjallamyndað, því það er ekki annað
en brún hálendisins. þ>aðan til norðurs, austurhallt, ganga Geld-
ingadalsfjöll, hnúkaklasi allhár og langur, en til austurs af Fellinu
gengur Skriffufellsfjall — milli þess og Hagafjalls myndast hvamm-
ur mikill mót suðaustri undir Fellinu. Kring um Skriðufellsfjall
sunnan og suðaustan er ásakragi, sem myndar lága brún, en aust-
ur af því er stuðlabergsstapi allhár, sem heitir Dímon. þ’essi fjöll
(o: Skriðufellsfjall og Dímon) eru að nokkru leyti sjerstök, en þó
áföst hálendisbrúninni, og mynda eiginlega háls, sem skagar út í
dalinn til suðausturs. Frá þessum hálsi gengur lágur fjallrani norð-
austur í dalinn, samhliða suðausturhlíð Geldingadalsfjalla; það er
Ásldkstungnafjall; nú á dögum er það vanalega kallað „Áslákstung-
ur“, og innri endi þess: „Fagriskógur“. Bak við það, milli þess
og Geldingadalsfjalla, er dálítill afdalur eða krókur opinn móti
norðaustri; rennur Grjótá þvert fyrir mynni hans; láglendið í
honum er lítið eitt hærra en i þjórsárdal sjálfum; nálægt helming-
ur þess er mýri, sem Seljamýri heitir — þar eru seltóptir frá seinni
tímum — hinn hluti þess eru smá-öldur og grastór í milli. Hjer
verður krókur þessi nefndur Grjótárkrókurinn. Fyrir vestan Geld-
ingadalsfjöll er J>verárdalur, hálendur dalslakki; þar hefst j?verá.
|>aðan vestur eru Hestfjöll, og er Hestfjallahnúkurinn einna hæstur
á hálendinu tilsýndar. Af norðurenda Geldingadalsfjalla gengur Helj-
arkinn til austurs; hún er nálægt jafnhá Geldingadalsfjöllum, og þó
eiginlega brún hálendisins, lítið upphækkuð. Hún er brött ofan til,
en þegar niður sækir í dalinn verða hlíðar hennar að hálendu undir-
lendi, sem liggur niður að Sandá, og myndar brún vestan fram
með henni; eru á brúninni smá-ásar, hinn austasti og stærsti þeirra
heitir Lambhöfffi. Austur af Heljarkinn er Fossalda-, hún er hnúk-
mynduð og hærri en brúnirnar báðu megin. Fossd kemur norðan
fyrir hana að austanverðu, og steypist við austurhorn hennar ofan í
Fossárdal, um afar-háan foss, sem áin, dalurinn, aldan og heiðin þar
fyrir innan hafa nafn af. Fossdrdalur er eiginlega botn jpjórsárdals,
er gengur til norðuráttar inn með Fossöldu suðaustan megin ; erhún
þar brött og með hömrum ; innst í dalnum hafa þeir þó hrunið of-
an ; heitir þar Hrun (opt ranglega nefnt ,,Hraun“). Að sunnan-