Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 108
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS orðið skemmdir af sandfoki um alla Rangárvallasýslu, ekki ein- göngu í uppsveitunum heldur einnig í neðri hluta hennar. Hér er þó ekki staður fyrir þá greinargerð. Að hinu leytinu hafa ekki þurft mörg ár að líða, frá því að bærinn var í fyrndinni yfirgefinn og þök rifin af kofum, þar til komið hafa sprungur í austurhlið tóftarinnar, sem austast stóð, en kvikfénaður síðan troðið niður og gert að flagi. Selfarirnar frá Ási hefðu vel getað komið hér óþyrmilega við sögu. Er líklegt, að holtið austur af tóftunum hafi ekki þolað þann átroðning og flagið þannig stækkað, og þetta allt orðið upphaf spillingarinnar, er síðar hefir sennilega verið hægfara nokkur ár. Aðrar skemmdir hafa ekki verið í norðurhluta Ásjarðarlands á þessum tíma. í Taxation Protocol 1802 er þannig sagt frá ókostum á hjáleig- unum: Hóll: „Stenbrud paa udmarken", þ. e. hið sama og hundrað árum áður. Sel: „Jorden er Sandfog og Stenbrud underkasted" í skýringar- bókinni: „Sandf. og Stenbr. paa Tun og Udm“. Ásmundarstaðir: Ekki minnzt á neitt. Að þessu sinni er sandfokið eða áblásturinn orðinn annar aðal- ókosturinn á Seli, og bendir það ótvírætt til þess, að nú hafi upp- blástur verið kominn í þá átt, sennilega allt austan frá Svartabakka, að nú hefir sandur verið farinn að berast á túnið þar, og þá verið að færast í það horf er síðar varð. Um 1840 samdi séra Brynjólfur í Kálfholti sóknarlýsingu sína, og segir hann frá á þennan hátt:------„Sandur veit ég ekki sjáist (utan aurar við ána og aðra læki) nema sandflá nokkur fyrir ofan Jólgeirsstaði gömlu; er hún að stækka af uppblæstri. Þessi sandur, sem nú kallast Selsandur, hefir annaðhvort lítill eða enginn verið, þegar Jólgeir landnámsmaður byggði þar Jólgeirsstaði.“-------- Þessi stutta lýsing er harla greinargóð, það sem hún ær. Orðið „sandflá" segir, að uppblásturinn er meiri að lengd heldur en breidd, „fyrir ofan Jólgeirsstaði gömlu“ sýnir, að gárinn hefir ekki verið kominn í Bæjarholtið norðanvert, en verið þar fyrir austan, þ. e. í landnorður af bænum. Þá er það augljóst, að uppblásturinn hefur aukizt, frá því séra Brynjólfur kom að Kálfholti eða síðustu 50—60 árin. ; „Þessi sandur, sem nú kallast Selsandur“, getur bent til þess, að sandgárinn hefði í fyrstu verið skilgreindur öðruvísi, og er það ekki ótrúlegt. Enn gæti verið, að í huga nágrannanna hafi Sel verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.