Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 120
120 ÁKBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Nafngift þessi getur verið tvöföld í roðinu, annars vegar hæðileg skírskotun til heiðurstitilsins Filius Petri, sem miðaldapáfarnir veittu konunglegum persónum, er sýnt höfðu kirkjunni hollustu og unnið henni gagn, hins vegar hálfkveðin aðdróttun um ergi milli Lárentí- usar og þess manns, sem með vináttu sinni og vernd átti að líkindum mestan þátt í frama hans, manns sem einnig hét Pétur, nefnilega Pétur riddari Guðleiksson af Eiði í Norðfir'ði. En látum þetta síðar- nefnda atriði liggja milli hluta, það er hvort eð er ekki annað en ágizkun, en áletrunin er eigi að síður án slíkrar túlkunar hin merk- asta, sögulega og bókmenntasögulega. Sögulega merkileg er hún fyrir það, að hún ekki aðeins staðfestir heldur varpar einnig skæru ljós yfir það sem vér vitum úr skjallegum og bókmenntalegum heim- ildum um mestu og hneykslanlegustu átök, sem embættissaga vor segir frá, nefnilega deiluna milli Jörundar erkibiskups og dóm- kapítulans eða kórsbræðranna, sem stóð yfir í 18 ár, frá 1291 til dauða erkibiskupsins 1309. Þó a'ð saga þessi sé alþekkt, er síður en svo óþarft, heldur miklu fremur nauðsynlegt, í þessu sambandi að líta nokkru nánar á hana í ljósi þessarar áletrunar, lýsa hana innanfrá með athugun þess sálar- ástands, sem áletrunin vitnar um. Þrennar eru heimildir vorar um deilu þessa: 1) Framburður nokk- urra vitna um rétt kórsbræðra til kirkna og kirkjutekna og til nokk- urra jarða og vissra af tekjum dómkirkjunnar. Ekkert af þessum skjölum er eldra en frá 1293. 2) Nokkrir páfadómar í málinu, sömu- leiðis ekki eldri en þetta. 3) Lárentíus saga, sem ekki greinir frá þessari deilu fyrr en 1294, en Jörundur erkibiskup tók við embætti sínu 1287. Vér höfum því enga vitneskju um, hvað gerðist á tíma- bilinu 1287—1291, þegar deilan komst í algleyming. Vér þekkjum þannig ekki það veigamesta, ef rétt skal í máli dæma, upphaf þess og hvað olli því í öndverðu. Ef vér hefðum aðeins hin mörgu réttarskjöl, mundum vér að líkindum hallast á sveif með kórsbræðrum. Sem betur fer fyllir Lárentíus saga þessa mögru lögfræðilegu beinagrind méð frásögum og atvikum, sem leyfa oss að skyggnast að baki skjölunum og horfa á sjónarspil, þar sem mannleg öfund, valda- græðgi, vonbrigði, mannvonzka og annar mannlegur breyskleiki leik- ur lausum hala. P. A. Muneh og að nokkru leyti Keyser hafa sem lögfræðingar bersýnilega látið ánetjast hinum fáu og gjörsamlega ófullnægjandi réttarskjölum. Þess vegna hafa þeir beinlínis stimplað Lárentíus sögu sem hlutdræga og talið frásagnir hennar um framferði kórs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.