Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 35
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI 35 Á þeirri skemmtun þurfti dómkirkjan í Skálholti þó ekki leng-i að halda. Hún var komin að fótum fram og var rifin í maí 1802, en ný kirkja miklu minni byggð sama sumar upp úr viðunum. Slík um- skipti eru mikill háski gömlum kirkjugripum. Valgerður Jónsdóttir biskupsekkja og eigandi Skálholts komst í kröggur, sem tii þess leiddu að hún fékk biskupsleyfi til að selja við opinbert uppboð ónýta og óþarfa kirkjugripi ýmsa frá dómkirkjunni. Skal ekki fjölyrt um þennan atburð hér, nema hvað uppboðið var haldið í Skálholti hinn 29. okt. 1802 og stóð mest fyrir því Jón Jónsson lögsagnari, bróðir frú Valgerðar, fyrir hönd Steindórs sýslumanns Finnssonar. Því miður hafa engin uppboðsgögn varðveitzt, en með því að bera sam- an það sem var í kirkjunni við prófastsvísitasíur 1799 og 1800 og það sem er í henni við fyrstu vísitasíu eftir uppboðið, en hún er frá 1805, má fá allglögga mynd af því hvað selt var. Var víslega selt miklu fleira en sumum líkaði, til dæmis Steindóri sýslumanni sjálf- um, og meðal þess hefur verið Þorláksskrín. Til er skemmtilegt bréf frá Steindóri sýslumanni til Steingríms Jónssonar, þá stúdents í Kaupmannahöfn, síðar biskups. Bréfið er skrifað 23. febr. 1803: ,,Eg þarf ei að skrifa yður hvað fréttnæmt kynni vera síð- an í sumar tilfallið, því eg ætla hr. Jonsen (þ. e. Jóni lögsagn- ara) að hann láti mér ekkert spicilegium eftir. Eg veit ei hvað það í þessari öld kann að þykja, en í fyrri tíð hefði það þótt ein hin rarasta nýlunda, sem hann gjörði áður en hann fór hingað frá Skálholti, að selja við opinbera auction og tilslá jafnvel laicis: Krossmarkið stóra, Maríubrík — og — og — Þorláksskrín! og þó með öllu þessu enn nú ekki vera bann- sunginn með klingjandi klukkum og logandi kertum! Hafið þér nokkurn tíma vitað maka til slíkra tiltækja á seinni öldum? Eg undantek eitt eður annað, sem skeð kynni vera i anledning af þeirri frönsku revolution. O tempora! O mores!“40 Þessi andvörp mega teljast eftirmæli Þorláksskríns, þótt í hálf- gerðu gamni séu skrifuð. Enginn veit hver keypti það, og er þó furðu- legt að það skuli hvergi hafa lekið úr penna einhvers manns41. Alls engar spurnir eru af því framar. Sennilega hefur einhver keypt það vegna spýtnanna og flýtt sér að koma því í lóg. Þetta er hörmu- legt, því að nú var stutt þangað til menn fóru að vakna til vitundar um hluti eins og þennan. Fornleifanefndin danska fór á stúfana með að safna forngripum og upplýsingum um þá árið 1817. En það var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.