Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 39
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI
39
inum á skríninu, en vitaskuld er ekki unnt að kveða hér mjög sterkt
að orði. Af ummælum séra Þorsteins ætti að mega ráða, að fleira
en smelt skraut hafi verið neglt á skrínið.
Öllu meira en þetta er ekki ráðlegt að segja um gerð og útlit Þor-
láksskrínis. En það virðist mega fullyrða að það hafi verið bæði stór
og vandaður gripur, sem vel hefði sómt sér meðal annarra dýrlings-
skrína á Norðurlöndum. Það hefur verið tilkomumikið þar sem það
blasti við yfir háaltarinu í Skálholti. Ef skrínið væri til enn í allri
sinni dýrð, mundi það að líkindum vera hinn fegursti vottur um þá
listastarfsemi, sem blómgaðist kringum Pál biskup, og um leið skor-
inorð mótmæli gegn þeirri lífseigu trú fræðimanna á Norðurlönd-
um að enginn fullveðja listiðnaður hafi dafnað á miðöldum á Islandi
eða öðrum eyjum vestur í hafinu.
TILVITNANIR
1 Sjá Kulturhistorisk Leksikon XIV, 47—59, undir Reliker og Relikvarium.
2 Um helga dóma og skrín í íslenzkum kirkjum má vísa til P. B. Wallem, De
islandske kirkers udstyr i middelalderen. Foreningen til norske fortids-
mindesmærkers bevaring. Aarsberetning 1909, bls. 62—64; og Guðbr. Jóns-
son, Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, Safn til sögu íslands V, Reykjavík
1929, bls. 358—63. Þessi yfirlit eru þó bæði ófullkomin, enda ekki ætlað að
vera tæmandi.
3 Myndir af skrínunum, sjá F. B. Wallem, op. cit. bls. 64, og Kristján Eld-
járn, fslenzk list frá fyrri öldum, Rvk, 1957, nr. 66; og Árbók 1898, aftast,
með grein Jóns Jakobssonar á bls. 35—37.
4 Heimskringla III, ísl. fornrit XXVIII, Reykjavík 1951, bls. 20. — Það skal
hér tekið fram, að í ritgerð þessari eru allir gamlir íslenzkir textar birtir
með nútíma stafsetningu. Annað væri aðeins til lýta og ruglings í ritsmíð
af þessu tagi.
5 Um dýrlingaskrín á Norðurlöndum sjá Kulturhistorisk Leksikon VI, 345—
50, undir Helgenskrin.
6 Það helzta sem ritað hefur verið um Þorláksskrín er Sigurður Vigfússon,
Þorláksskrín, Árbók 1887, bls. 41—42; Magnús Már Lárusson, Dómkirkjan
í Skálholti. Samtíð og saga VI, Reykjavík 1954, bls. 45; Björn Th. Björns-
son, Við þriðja högg. Brotasilfur, Reykjavík 1955, bls. 127—33.
7 Sjá um þetta Jón Jóhannesson, íslendinga saga, Reykjavík 1956, bls. 224—27.
8 Biskupa sögur, Kph. 1858, I, bls. 124.
9 Biskupa-annálar séra Jóns Egilssonar. Safn til sögu fslands I, bls. 87—88.
10 T. d. Páll E. Ólason í Menn og menntir II, bls. 407—408.
11 Þetta orðasamband, „að styðja Þorláks hönd“, er mjög tortryggilegt. Frá-
sögnin styðst hér sýnilega við séra Jón Egilsson, þar sem hann segir að
menn hafi borið skrínið í prócessíu, „en stundum Þorláks hönd“. En þetta