Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 44
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Melstöng var notuð til að þekja með hús undir torf og í viðlögum
til fóðurs með heygjöf, ræturnar (sumtag og buska) voru notaðar
í reipi (legutögl), gjarðir, reiðinga, þófa, síur og þvögur til þvotta
mjólkuríláta. Melblaðka var eitt bezta fóðurgras, sem völ var á.
Notin virðast hafa verið fjölþættari á dögum sr. Sæmundar Hólm
á seinni hluta 18. aldar, því hann getur þess m. a. að ofnir hafi verið
pokar úr melrótum (sumtagi).
Um upphaf meltekju verður ekkert fullyrt. Glöggt er þó, að það
er ekki bundið kólnandi veðráttu á síðmiðöldum, sem sumir hafa
ætlað. Meltekja er meðal þýðingarmikilla hlunninda jarða þegar
um 1100, svo sem sjá má af máldögum kristbúa á Síðu og í Land-
broti, sem taldir eru frá um 1150 í Islenzku fornbréfasafni (Dipl.
Isl. I, bls. 194—203). Kristbú í Dalbæ á þá „melteiga tvo fyrir neð-
an Steinsmýrarfljót." Kristbú í Uppsölum á „átta tigi mels í Tíá-
túningamel" og melteig, „er liggur á milli Hátúningameis og Hörgs-
dalsmels." Ekki fer milli mála, að afrakstur melteiganna er fremur
melkorn en blaðka, þótt hún kunni einnig að hafa verið til einhverra
nytja. 1 máldaga kristbús á Þverá á Síðu, sem árfærður er til 1367
(Dipl. Isl. III, bls. 244), er því talið til eignar „60 mels í Skjald-
breið.“ I máldaga Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð frá um 1330
(Dipl. Isl. II, bls. 687) er kirkjunni talið til tekna „úr Háfi vætt
mjöls og vætt mjöls úr Þykkvabæ." Meiri líkur eru til, að hér sé
um melkorn að ræða en um mjöl úr ræktuðu byggi. I máldaga Þykkva-
bæjarklausturs 1523 eru fram taldar 6 sigðir (Dipl. Isl. IX, bls. 192).
Teija verður að átt sé við melsigðir.
I ritgerð Jóns Gissurarsonar um siðaskiptatímann, sem raunar
er að mestu runnin frá samantekt Odds biskups Einarssonar 1593,
segir svo um foreldra Gissurar biskups Einarssonar (Safn til sögu
íslands og ísl. bókmennta, I, bls. 675) : „Þau Einar og Gunnhildur
bjuggu á þeirri klausturjörðu, sem heitir að Hrauni, hvar í þann
tíma frjóvgaðist kornakur sjálfvaxinn, og varð þeim mikið gagn að.
Flestir menn sóktu þangað þennan mel.“
Meltekju í Vestur-Skaftafellssýslu getur víða í heimildum síðari
alda. Elzt fræðileg greinargerð um hana er í Árnasafni í Kaupmanna-
höfn, prentuð í safnritinu Blanda I, bls. 391—395. Kann hún að vera
frá sr. Einari Bjarnasyni á Kirkjubæjarklaustri, samantekin í byrj-
un 18. aldar. I sýslulýsingum 1744 (útg. Sögufélagsins, Reykjavík,
1957) eru nokkrar heimildir um þetta efni. Skúli Magnússon land-
fógeti skrifaði um meltekju 1769, og er grein hans prentuð í Sunn-
anfara 1914, bls. 75—77. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferð-