Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 46
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Herjólfsstaðaheimilis í tíð hans eins ýtarlega og hægt væri nú við lok þessarar atvinnugreinar, sem á rót sína í akuryrkju fornaldar og miðalda ef að líkum lætur. Verður það eitt lokaframlag til þeirr- ar heildarkönnunar á efninu, sem enn er óunnin. Meltekja. Meltekja var mest í Meðallandi og Álftaveri en talsverð búbót einnig á Síðu og í Landbroti. Hraun í Landbroti hafði tals- verðar melnytjar. Sama máli gegndi um Foss og Hörgslandsþorp á Síðu. Frægt melapláss frá fornu fari var Skjaldbreið á Síðu. Stórt landsvæði vaxið mel nefnist melar í máli Skaftfellinga. Af- markað, melgróið land, minna ummáls nefnist melabót. Orðið bót um melivaxið land er þekkt utan Vestur-Skaftafellssýslu, sbr. Hemlu- bætur í Rangárvallasýslu (V.-Landeyjar). I melum geta verið fleiri eða færri melabætur misjafnlega stórar. 1 Bólhraunum á Mýrdals- sandi var engin melabót minni en einn hektari að nútíðarmáli en sumar stærri. Einkenni á öllu þessu landi eru stærri og smærri sand- hólar vaxnir mel, nefndir melakollar. Ekki var skorinn melur á kolla- tætingi, þótti of mikill tíningur, og kornið þar var oft matleysa, en svo nefndist það, þegar ekkert hveiti var í tinanum. Gat hýðiö þá virzt verulegt í axinu en reyndist tómt, er það þornaði. Til undantekninga taldist það, að melurinn brygðist með kornvöxt. Minnist Hannes á Herjólfsstöðum þess frá bernsku, að hann heyrði gamalt fólk vitna til ákveðins árs, er algjör matleysa hefði verið í melnum. Melur. Blöð melsins, sem vaxa úr jörðu fyrst á vorin, nefnast blaöka. Melstöngin verður allt að 50 sm há. I melöxunum þroskast tininn umluktur hýði. Þroski tinans var að sjálfsögðu háður veðr- áttu. Melstöng með óvenju miklu og vel þroskuðu korni nefndist melamóöir. Slíkar stangir hittast hér og þar í melum. Grængála nefnist melstöng, sem var algræn, þegar melurinn var orðinn bleikur. Vanalega var stöngin vel þroskuð en enginn þrosk- aður tini í hýðinu. Rótakerfi melsins er geysimikið og liggur djúpt. Ræturnar grein- ast í buslcu og sumtag. Buskan er miklu grófgerðari og var aðal- efnið í melreiðinga og melþófa, sumtagið var þar aðeins notað sem þunnt undirlag til mýkinda. Melakolla blés oft upp, einna helzt á vorin, þegar klaki fór úr jörðu. Var þá sætt færi með að safna busku. Sumtagið lá út í sand- inn milli melakollanna. Ofan af því blés í þurrastormum. Ekki var síður hirt um það en buskuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.