Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 77
BAÐSTOFAN OG BÖÐ AÐ FORNU 77 bare til Klæders Vaskning’ og Uldengodsets Valkning, bruges lige- saa som varme Bade og Sundhedsmiddel"27. Sveinn læknir Pálsson getur aðeins á einum stað um not lauga í Ferðabók sinni: „Þær eru ýmist mjólkurvolgar og notaðar til að baða sig í eða snarpheitar, allt að suðumarki, og notaðar til þvotta, þófs o. s. frv.“28. Jónas Hallgrímsson segir nokkuð frá laugum hér og þar um land- ið, t. d. undir Laugarfelli norðaustur af Hafursfelli á Fellsafrétt. Vatn hennar er snarpheitt, mjög tært og hefur brennisteins- og málmkeim. Laugar sig þar jafnaðarlega gigtsjúkt og kláðfellt fólk, og þykir koma að góðu haldi einkum ef laugin er drukkin jafn- framt“29. Fram að þessu hefur nær eingöngu verið stuðzt við skrifaðar heimildir um baðstofur og böð. Þá eru það fornleifarannsóknir. Hvað leiða þær í ljós? Danir telja sig hafa fundið baðstofur til baða á Grænlandi bæði í Eystribyggð og Vestribyggð, jafnvel á fjósbæj- unum. Hérlandsmenn hafa einnig talið þessar baðstofur vafalausar. Þó eru Danir ekki á einu máli og sumir hallast að því að um einhvers konar þurrkhús sé að ræða. Það tel ég fyrir mitt leyti langlíklegast enda fyrirkomulag líkt og í slíkum húsum síðar meir (hér á ég eink- um við „vafalausu“ baðstofuna við Sandnes í Vestribyggð). Hún minnir ekki lítið á baðstofur/þurrkhús í Noregi. Islenzkir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið baðstofur til baða eins og Gísli Gestsson rekur í grein sinni um Gröf í öræfum í Árbók fornleifafélagsins 1959. Kristján Eldjárn hélt bakhús í Fornu-Lá í Eyrarsveit vera baðstofu30. Gísli Gestsson telur hins vegar í áðurnefndri grein sinni að í Gröf finnist í fyrsta sinni á Is- landi baðstofa til baða svo óyggjandi sé og fæiár fyrir því margvís- leg rök. En það er hæpið, ýmislegt bendir til að um eldhús sé að ræða. Ef þarna hefði tíðkazt gufubað eins og það þekkist á síðari tímum og slíku hlýtur að fylgja nokkurt vatnsrennsli, liggur næst að hugsa sér nauðsyn þess að láta lokræsið gegnum bæinn ná til þessa húss úr því að lokræsið var til en svo er ekki. Og Gísli bendir auðvitað á þetta. Bekkir með veggjum geta eins átt við eldhús eins og baðstofu. Af sex eldstæðum á bænum hefur eldstæðið í þessu húsi verið mest notað, þ. e. a. s. þeirra sem líkleg eru til notkunar við matseld. Þó að menn hefðu stundað baðið af mikilli elju þá hlýt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.