Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 77
BAÐSTOFAN OG BÖÐ AÐ FORNU
77
bare til Klæders Vaskning’ og Uldengodsets Valkning, bruges lige-
saa som varme Bade og Sundhedsmiddel"27.
Sveinn læknir Pálsson getur aðeins á einum stað um not lauga í
Ferðabók sinni: „Þær eru ýmist mjólkurvolgar og notaðar til að baða
sig í eða snarpheitar, allt að suðumarki, og notaðar til þvotta, þófs
o. s. frv.“28.
Jónas Hallgrímsson segir nokkuð frá laugum hér og þar um land-
ið, t. d. undir Laugarfelli norðaustur af Hafursfelli á Fellsafrétt.
Vatn hennar er snarpheitt, mjög tært og hefur brennisteins- og
málmkeim. Laugar sig þar jafnaðarlega gigtsjúkt og kláðfellt fólk,
og þykir koma að góðu haldi einkum ef laugin er drukkin jafn-
framt“29.
Fram að þessu hefur nær eingöngu verið stuðzt við skrifaðar
heimildir um baðstofur og böð. Þá eru það fornleifarannsóknir. Hvað
leiða þær í ljós? Danir telja sig hafa fundið baðstofur til baða á
Grænlandi bæði í Eystribyggð og Vestribyggð, jafnvel á fjósbæj-
unum. Hérlandsmenn hafa einnig talið þessar baðstofur vafalausar.
Þó eru Danir ekki á einu máli og sumir hallast að því að um einhvers
konar þurrkhús sé að ræða. Það tel ég fyrir mitt leyti langlíklegast
enda fyrirkomulag líkt og í slíkum húsum síðar meir (hér á ég eink-
um við „vafalausu“ baðstofuna við Sandnes í Vestribyggð). Hún
minnir ekki lítið á baðstofur/þurrkhús í Noregi.
Islenzkir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið baðstofur til
baða eins og Gísli Gestsson rekur í grein sinni um Gröf í öræfum
í Árbók fornleifafélagsins 1959. Kristján Eldjárn hélt bakhús í
Fornu-Lá í Eyrarsveit vera baðstofu30. Gísli Gestsson telur hins
vegar í áðurnefndri grein sinni að í Gröf finnist í fyrsta sinni á Is-
landi baðstofa til baða svo óyggjandi sé og fæiár fyrir því margvís-
leg rök. En það er hæpið, ýmislegt bendir til að um eldhús sé að
ræða. Ef þarna hefði tíðkazt gufubað eins og það þekkist á síðari
tímum og slíku hlýtur að fylgja nokkurt vatnsrennsli, liggur næst
að hugsa sér nauðsyn þess að láta lokræsið gegnum bæinn ná til
þessa húss úr því að lokræsið var til en svo er ekki. Og Gísli bendir
auðvitað á þetta. Bekkir með veggjum geta eins átt við eldhús eins
og baðstofu. Af sex eldstæðum á bænum hefur eldstæðið í þessu
húsi verið mest notað, þ. e. a. s. þeirra sem líkleg eru til notkunar
við matseld. Þó að menn hefðu stundað baðið af mikilli elju þá hlýt-