Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 100
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ur fallegt, rólegt andlit, göfugan vangasvip og mjög þunnar og fast
læstar varir, eins og reyndar Thorvaldsen hafði sjálfur.
Johan Ludvig Reventlow greifi skrifar Louise systur sinni tveimur
dögum eftir dauða Jóns Eiríkssonar um hið sorglega mannslát og
nefndi þá að Jón hefði aðeins verið mjög stutt í kafi: . hann
var innan við tvær mínútur í vatninu, áður en hann náðist upp, en
eftir eina klukkustund dó hann“. Það er því ekkert til fyrirstöðu
að fjölskyldan hafi getað látið gera nágrímu, undir eins þegar hann
var látinn. Margir voru í bænum, sem hefðu getað unnið slíkt verk.
Eðlilegt er að hugsa sér að atvinnugifsari hefði gert það, eins og t. d.
Domenico Maria Gianelli (um 1724—1801). Thorvaldsen kemur varla
til greina. Hann var ekki nema sextán ára. Ekki er mikið að marka
þótt hann hafi sézt vera að móta brjóstlíkan sama árið. Einhvern
tíma varð hann að byrja, og sennilegt er að einhver vinur hans eða
frændi hafi setið fyrir hjá honum við þetta æskuverk.
Ekki finn ég neina heimild fyrir því sem Kamban segir, að Thor-
kelín hafi erft líkanið eftir Jón Eiríksson. Thoi’kelín hefur þekkt
hann og dáð. Hann hefur skrifað nokkur falleg og hjartnæm minn-
ingarorð um hann á áðurnefnt bréf hans frá 24. marz 1787. Þegar
Jón Eiríksson andaðist var Thorkelín í London og kom ekki heim til
Kaupmannahafnar fyrr en 1791. Ef til hefði verið brjóstlíkan, hefði
verið eðlilegast að ekkja Jóns eða eitthvert af sjö börnum hans hefði
erft það. Ekkert hefur tekizt að finna um að líkanið hafi verið pant-
að, hvorki í eftirlátnum skjölum Thorkelíns eða Thorvaldsens, en
það er ekki ósennilegt að Thorkelín, sem var efnaður maður og
áhugasamur um list, hafi sjálfur átt frumkvæðið og pantað líkanið
hjá Thorvaldsen, sumpart af aðdáun á hinum látna landa sínum,
sumpart af áhuga á hinum unga og gáfaða listamanni, sem var son-
ur annars landa hans. Ekki má heldur hafna þeim möguleika, að
um leið, og ef til vill fyrir fjölskylduna, hafi verið pantaður mynd-
skjöldur hjá Thorvaldsen (sbr. ummælin um eintak frú Posth). Þetta
hefur borizt í tal þegar fjölskyldan þurfti að lána Thorvaldsen ná-
grímuna vegna þeirrar pöntunar sem Thorkelín kann að hafa gert.
En hvenær hefur þetta getað vei'ið?
Sama ár og Thorkelín kom heim úr rannsóknarferð sinni til Eng-
lands, Skotlands og li'lands var hann útnefndur leyndarskjalavörð-
ur, og árið eftir, 1792, giftist hann ríkri bruggaraekkju. Auður sá
sem hann fékk með giftingunni gerði honum fært að safna. Hann
kom sér upp fjölskrúðugu bókasafni, sem hann þó missti í bruna í
skothríðinni á Kaupmannahöfn 1807. Síðan eignaðist hann nýtt