Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 100
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ur fallegt, rólegt andlit, göfugan vangasvip og mjög þunnar og fast læstar varir, eins og reyndar Thorvaldsen hafði sjálfur. Johan Ludvig Reventlow greifi skrifar Louise systur sinni tveimur dögum eftir dauða Jóns Eiríkssonar um hið sorglega mannslát og nefndi þá að Jón hefði aðeins verið mjög stutt í kafi: . hann var innan við tvær mínútur í vatninu, áður en hann náðist upp, en eftir eina klukkustund dó hann“. Það er því ekkert til fyrirstöðu að fjölskyldan hafi getað látið gera nágrímu, undir eins þegar hann var látinn. Margir voru í bænum, sem hefðu getað unnið slíkt verk. Eðlilegt er að hugsa sér að atvinnugifsari hefði gert það, eins og t. d. Domenico Maria Gianelli (um 1724—1801). Thorvaldsen kemur varla til greina. Hann var ekki nema sextán ára. Ekki er mikið að marka þótt hann hafi sézt vera að móta brjóstlíkan sama árið. Einhvern tíma varð hann að byrja, og sennilegt er að einhver vinur hans eða frændi hafi setið fyrir hjá honum við þetta æskuverk. Ekki finn ég neina heimild fyrir því sem Kamban segir, að Thor- kelín hafi erft líkanið eftir Jón Eiríksson. Thoi’kelín hefur þekkt hann og dáð. Hann hefur skrifað nokkur falleg og hjartnæm minn- ingarorð um hann á áðurnefnt bréf hans frá 24. marz 1787. Þegar Jón Eiríksson andaðist var Thorkelín í London og kom ekki heim til Kaupmannahafnar fyrr en 1791. Ef til hefði verið brjóstlíkan, hefði verið eðlilegast að ekkja Jóns eða eitthvert af sjö börnum hans hefði erft það. Ekkert hefur tekizt að finna um að líkanið hafi verið pant- að, hvorki í eftirlátnum skjölum Thorkelíns eða Thorvaldsens, en það er ekki ósennilegt að Thorkelín, sem var efnaður maður og áhugasamur um list, hafi sjálfur átt frumkvæðið og pantað líkanið hjá Thorvaldsen, sumpart af aðdáun á hinum látna landa sínum, sumpart af áhuga á hinum unga og gáfaða listamanni, sem var son- ur annars landa hans. Ekki má heldur hafna þeim möguleika, að um leið, og ef til vill fyrir fjölskylduna, hafi verið pantaður mynd- skjöldur hjá Thorvaldsen (sbr. ummælin um eintak frú Posth). Þetta hefur borizt í tal þegar fjölskyldan þurfti að lána Thorvaldsen ná- grímuna vegna þeirrar pöntunar sem Thorkelín kann að hafa gert. En hvenær hefur þetta getað vei'ið? Sama ár og Thorkelín kom heim úr rannsóknarferð sinni til Eng- lands, Skotlands og li'lands var hann útnefndur leyndarskjalavörð- ur, og árið eftir, 1792, giftist hann ríkri bruggaraekkju. Auður sá sem hann fékk með giftingunni gerði honum fært að safna. Hann kom sér upp fjölskrúðugu bókasafni, sem hann þó missti í bruna í skothríðinni á Kaupmannahöfn 1807. Síðan eignaðist hann nýtt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.