Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 108
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að þessu tilefni gefnu hef ég tínt saman þessa punkta, þar eð
þessi staður er mér nokkuð kunnur og heimildirnar um hann. Hef
ég ekki komizt hjá að hugsa mitt um þetta efni, og lítillega hef ég
vikið að því opinberlega, sbr. 1.1, 1.2 og 1.3.
1.1. Ég kom fyrst í Hraunþúfuklaustur 30. ágúst 1948 með Þormóði
Sveinssyni á Akureyri, sem er manna kunnugastur í Vesturdal. Rúst-
irnar voru skoðaðar, en ekkert grafið. I dagbók skrifaði ég aðeins
þetta:
„Litlu er að bæta við lýsingu Daniels Bruuns. Þó þykir mér
meira en vafasamt, hvort það sem hann telur bæjarrústir (5)
sé nokkuð annað en náttúruverk, mói. Óvissar eru einnig tóft-
irnar 4 og 6, líklegri þó. En tóftirnar 1 og 2 eru öruggar, og
þótt ekki væri annað, er það nægilegt rannsóknarefni. Geri
ráð fyrir, að rannsóknin verði fremur torveld, sakir ógreini-
leika rústanna, en meira en vikuverk fyrir 2—3 menn held
ég hi-eint ekki að hún yrði. Kofi er á staðnum“. — Tilvitnun
til D. Bruun á við 2.4.
Svo sem sjá má var þetta aðeins lausleg athugun, en þó er hún
fyrsta tilraun, sem gerð er til að meta rústirnar í Hraunþúfuklaustri,
síðan Daniel Bruun var þar 1897. Margeir Jónsson leiddi það atriði
fremur hjá sér, sbr. rit hans, sem vitnað er til í 2.8.
1.2. 1 framhaldi af þessu skrifaði ég í dagbók seinna á árinu eft-
irfarandi athugasemdir (28. okt. 1948) :
„Ekki finnst mér ólíklegt, að Hraunþúfu/cíemstwr sé í önd-
verðu spaugsyrði. Nú er þar gangnamannakofi, og lengi mun
hafa verið þar aðsetur leitarmanna, sbr. hellana Háubaðstofu
og Björtubaðstofu. Rústirnar gætu verið eftir leitarmanna-
kofa, en helzti þykja mér þær stórar til þess. En jafnvel þó
að rústirnar séu eftir einhverja mannabústaði, einhver hafi
búið þar eitthvert tímakorn, þá held ég samt að klausturnafnið
stafi frá leitarmönnum. Allir sem verið hafa í gangnamanna-
kofum þekkja þann munnsöfnuð, sem þar er viðhafður, og um
hvað talið snýst. Kvenfólk hefur borið þar á góma og einnig
kvenmannsleysi, og hefur þá einhverjum gárunganum orðið
á munni, að staðurinn væri ljóta klaustrið. Sögurnar hafa vit-
anlega myndazt eftir að tilefni nafnsins var gleymt.
Síðan ég gerði mér þessa hugmynd hefur Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri á Akureyri sagt mér, að um miðja vegu
milli Reykjahlíðar í Mývatnssveit og Jökulsárbrúar (nýju) sé