Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 124
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS komið upp fyrr en seint á 18. öld, en fyrir það verður ekki svarið, enda skiptir það ekki öllu máli. Daniel Bruun hefur skilið heimildarmenn sína svo, að í Hraun- þúfuklaustri hefði átt að vera nunnuklaustur (eins og reyndar var á Reynistað. Er eitthvert samband þar á milli?). En Margeir Jóns- son gengur hart á móti þessu og færir fram ýmis rök fyrir því, að menn í Skagafirði hafi hugsað sér þetta sem munkaklaustur og sýnir, að þær sagnir ná í tíma aftur fyrir útkomu bókar Bruuns. Að öllu athuguðu virðist hann hljóta að hafa rétt fyrir sér. Munn- mælin hafa gert ráð fyrir munkaklaustri. En að vísu er það ekkert sáluhjálparatriði, hvort heldur hefur verið í munnmælunum, nunn- ur eða munkar. Það er mjög fjarstæðukennt að nokkurt klaustur hafi nokkurn tíma verið í Hraunþúfuklaustri. Alger þögn fornra heimilda mælir fastlega gegn slíku. Og ekki síður staðurinn sjálfur, inni á öræfum, þar sem lífsbarátta hlýtur að hafa verið afskapleg og líklega ómöguleg nema stuttan tíma. Það er mjög í samræmi við þjóðsagnamyndun út frá örnefnum, að nafnið sé það uppruna- lega og sögnin um klaustrið runnin upp af því. Af öllum skýring- um á klausturnafninu sem til greina koma, er sú ósennilegust, að þar hafi nokkurn tíma verið raunverulegt klaustur. Ekkert, nema þá nafnið sjálft, gefur minnstu átyllu til að halda slíkt. Nafnið hef- ur haft mikið magn til að draga að sér þjóðsögur, svo sem nú skal nefna dæmi um. 4.5 SvcvrticLauði. Séra Jón Steingrímsson segir að klaustrið hafi eyðilagzt í „stóru plágunni 1404“, sbr. 2.2. Hann á vitanlega við þá miklu landfarsótt, sem hér geisaði 1402 og nefnd er svartidauði. Það er auðvitað rétt, að bæir og byggðir hafa farið í eyði í svarta- dauða mismunandi langan tíma, og búast má við, að þá hafi lagzt af fyrir fullt og allt nokkrir staðir, sem áður höfðu verið byggð ból. Engu að síður verður að líta á þessi ummæli séra Jóns sem eitt dæmi þeirrar almennu trúar seinni tíma að öll eyðiból séu minjar um manndauðann mikla í plágunni. Sams konar sagnir eru um allt land. Svartadauða er eignað, að eyðibæir finnast mjög víða fyrir ofan byggðirnar. Og þetta segja menn um eyðibyggðir alls staðar á Norðurlöndum. Daniel Bruun hefur gert skynsamlega grein fyrir þessu í því riti sem vitnað er til í 2.3, bls. 10—11, og ekki síður Ólaf- ur Lárusson, Úr byggðarsögu íslands, Vaka III, 1929, bls. 329—331. Ummæli séra Jóns eru að engu hafandi nema sem lítill þáttur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.