Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 130
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Júditar væri að sama skapi vinsælt. Hitt er annað mál, að menn hafa eflaust kunnað að meta söguna, og ekki er það óhugsandi, að einhverjum gamansömum náunga hafi dottið í hug að gefa þver- hníptum hamrinum við Hraunþúfuklaustur nafn eftir hinu forljóta Hólófernis höfði, sem Gyðingar hengdu á múr upp á háu fjalli. Þetta tvennt minnir furðu mikið hvort á annað: Hólófemis höfuð biblí- unnar og Hólófernishöfói frammi í Vesturdalsbotni. Það er vel vísast, að sambærilega gamansemi og hugmyndaflug megi finna í talsvert mörgum örnefnum á íslandi. En vissulega á örnefnið ekkert skylt við klausturhald frammi undir Hofsjökli á 11. öld. 5. Landkostir og mannaminjar. 5.0. Eins og þegar er sagt, 3.0., er Hraunþúfuklaustur óralangt inn til lands, um 78 km frá sjó í beina línu, en aðeins 20 km frá Hofsjökli. Dalbotninn, þar sem rústirnar eru, er um 410 m yfir sjáv- armál, en það er alllangt fyrir ofan þau mörk, sem venjulega eru talin skilja milli byggilegs og óbyggilegs lands. Engu að síður er Klaustur vin í eyðimörkinni. Mönnum virðist bera saman um, að veðursæld sé tiltölulega mikil í Skagafjarðardölum. Þetta kemur til dæmis fram í kvæði Símonar Dalaskálds, 2.7, en það er reyndar lof- kvæði í eðli sínu og því með skáldlegum ýkjum. Um landkostina segir Margeir Jónsson, að ásauðarland hafi verið afbragðs gott á Klaustri og túnstæði sé þar álitlegra en á þeim kotbýlum sem eiga að hafa verið í Vesturdal fyrir framan Þorljótsstaði. En honum er líka ljóst, hve óskaplega afskekktur þessi staður er, inni undir jöklum. og baráttan fyrir lífinu segir hann að naumast hafi verið létt og í snjóavetrum hljóti að hafa orðið þar hart í búi. Að svo miklu leyti sem ég er dómbær virðist mér þetta allt saman laukrétt. Það hefur verið afskaplegt að búa þarna fram frá árlangt, þótt þar sé sumar- frítt, ef það hefur verið gert og hver sem það hefur gert, og landið virðist mér í allra minnsta lagi til að hægt væri að tóra þar af bú- skap. Að vísu er afar sennilegt, að í fornöld hafi brekkurnar báð- um megin ár verið skógi vaxnar, en hvort tveggja er, að það hefur ekki verið lengi eftir að land byggðist og svo hitt, að skógurinn mundi varla hafa gert staðinn byggilegan fyrir bónda, þótt hag- ræði væri að honum, meðan verið var að brenna hríslunum. Þótt Margeir hrósi landinu og vilji helzt ekki sleppa hugmyndinni um klaustur, sést á grein hans að það hefur verið ofarlega í honum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.