Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 148

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 148
148 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fyllingar rekur þarna á fjörur, verða ófáir bréfritarar hinir nýt- ustu fastir samstarfsmenn, sem svara spurningaskrám reglulega, þegar fram í sækir. Á árinu bættust 351 ný númer í heimildasafn deildarinnar eða álíka og árið áður, sem var reyndar metár. Voru því við árslok 2775 númer í þessu safni. Starfsmaður þjóðháttadeildar sótti 19. norræna þjóðfræðingaþing- ið, sem haldið var í Sönderborg í Danmörku 22.—27. ágúst. Voru þar samankomnir meira en 250 þjóðfræðingar frá öllum Norður- löndunum. Aðalumræðuefni þingsins var landamæri (grænser), bæði milli þjóðlanda og landshluta, og voru m. a. farnar tvær dagsferðir um landamærahéruð Danmerkur og Þýzkalands og þá ekki sízt um Frísland. Menntamálaráðuneytið veitti styrk til þessarar farar, en vegna kostnaðar hefur Island hingað til naumast getað sent mann á þessi þing. Lúðvík Kristjánsson vann sem áður að riti sínu um íslenzka sjáv- arhætti í tengslum við deildina, eins og fram kemur fyrr í skýrslunni. Þess var getið í síðustu skýrslu, að nokkurt fé hefði verið veitt til kennslu í þjóðfræðum við Háskóla íslands. Kennsla í þjóðhátta- fræði hófst svo lítillega haustið 1972, og annaðist sérfræðingur þjóð- háttadeildar hana.“ Að öðru leyti er fátt sérstakt um safnstörfin að segja, enda fer meginhluti þeirra fram á sama hátt frá ári til árs. Mikið átak var gert í viðgerð safnhússins, einkum utanhúss. Var skipt um glugga á neðstu hæð að austanverðu, svo og í turninum að austan, en þar voru kopargluggar, sem teknir voru úr og settir tré- gluggar í staðinn. Þá var skipt um gler í öllum gluggum á austur- hliðinni, sett tvöfalt verksmiðjugler, sem bæði á að spara mikinn hita og að auki halda jöfnu rakastigi í húsinu þegar búið er að setja í lag rakakerfið, eins og til stendur. Þá voru brotnar niður þakrennur á mestallri austurhliðinni og settar eirrennur í staðinn, en steyptu rennurnar voru allar mjög sprungnar orðnar og hleyptu vatni inn í veggina og síðan inn í húsið mjög víða. Þá kom í ljós, að þakið yfir inngangi og skrifstofu var gerónýtt, en það hefur stórlekið í rigningum og hafði timbrið undir koparn- um fúnað. Samskeyti milli þaks og veggja voru óþétt og loftræsting ónóg, og einnig var koparinn á þakinu sprunginn á nokkrum stöð- um. Reyndist óhjákvæmilegt að endurnýja koparinn á þakinu einnig, en þetta varð mjög tilfinnanlegur kostnaður, sem ekki var ráð fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.