Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 155
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1972 155 ur árangur í viðgerðum á annarra vegum, sem Þjóðminjasafnið hef- ur stutt með fé og fyrirgreiðslu. Ekkert var unnið í Norska húsinu í Stykkishólmi, þar eð aðili sá, sem tekið hafði það verk að sér, treystist ekki til að vinna að því er til kom. Mun þó væntanlega verða hafizt handa á næsta ári um viðgerð efri hæðarinnar. Staðarkirkja á Reykjanesi var endurbætt nokkuð, einkum þakið, og það síðan bikað. Unnu það Gunnar Bjarnason og Leifur Hjör- leifsson, sem unnið hafa ýmis slík viðgerðarstörf fyrir safnið. Talsvert hefur verið kvartað undanfarin ár yfir upphituninni í Hóladómkirkju, og hefur hún sannast sagna aldrei verið í lagi, þótt miklu fé væri kostað til hennar í upphafi og oft reynt að bæta úr göllunum. Er nú sýnt, að fá verði nýja kyndingu í kirkjuna, og fóru þjóðminjavörður og Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur norður að Hólum í júlímánuði og gerði Sveinn Torfi ítarlega athugun á kirkjunni og hitakerfinu og mun síðan gera tillögu um nýtt hita- kerfi, líklegast rafhitun. Einnig athugaði hann og lagfærði lítils háttar hitakerfið í Glaum- bæ, sem aldrei hefur heldur reynzt eins og skyldi, einkum vegna þess, að illa hefur gengið að hita upp loftblásturinn. Mun þar einnig þarfnast allverulegra úrbóta, sem vinna verður að bráðlega. Með í þessari ferð voru Karsten Ronnow arkitekt og kona hans Gunilla Moodysson og gerðu þau tillögu að nýjum gluggum í Hóla- kirkju, en viðbúið er að smíða þurfi tréglugga í stað málmglugg- anna, sem munu vera frá því er kirkjunni var breytt 1886, og setja tvöfalt gler í. 1 leiðinni var einnig skoðað gamla verzlunarhúsið á Hofsósi, sem Ronnow arkitekt telur smíðað í Kaupmannahöfn á síð- ara hluta 18. aldar, eitt af tólf húsum, sem keypt voru af konungs- verzluninni og reist á Islandi og í Grænlandi. Er eitt þeirra enn uppistandandi á Grænlandi, auk þessa. — Húsið á Hofsósi var tjarg- að utan að nýju þetta haust og fjarlægður jarðvegur frá því og ætti því að verjast sæmilega fyrir vatni og veðrum enn um sinn, en við- búið er að gera þurfi allsherjarviðgerð á því innan tíðar. Gamla kirkjan frá Svalbarði við Eyjafjörð, sem flutt var á gamla kirkjustæðið í Fjörunni á Akureyri árið 1970, var fullviðgerð um haustið og var vígð af sr. Pétri Sigurgeirssyni, en auk þess að verða sýningargripur mun hún verða notuð til guðsþjónustuhalds eftir því sem þurfa þykir. Viðgerð kirkjunnar hefur tekizt prýðilega, en hún var framkvæmd undir yfirumsjón Þórðar Friðbjarnarsonar safn- varðar. Má heita, að kirkjan sé í sinni gömlu mynd að öllu leyti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.