Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lýsing á staðháttum í Flatey. Eftir að höfundur hefur lýst byggðinni í eynni segir hann: Utangarðs er Flatey öll að kalla kargaþýfð, og er þar fátt um kennileiti og örnefni. Helzt eru Helluholt, Grænamýri og Arnargerði. Um Arnargerði hefur einhvern tíma verið hlaðinn garður og mátti sjá fyrir vallgrónum tóftarbrotum, þar sem hæst bar. Engin munnmæli heyrði ég um það í æsku, hvernig á þeim stæði, en síðar hefur verið gizkað á, að þarna hafi verið spekingurinn Stjörnu-Oddi, sem á að hafa dvalið í Flatey um tíma.69 Hugmyndin um tengsl Odda og Arnargerðis er ekki meira en tveggja ára þegar Theódór skrifar þetta. Framhald bókarinnar 1 verum er að finna í minni bók sem heitir Ofan jarðar og neðan og kom út árið 1944. Þar segir m.a. frá því er Theódór dvaldist á æskuslóðum í Flatey sumarið 1939. Inn í þá frásögn fellir hann „Þátt um Stjörnu-Odda og þýzk vísindi"70 og er hann rakinn nánar í Viðauka 1. Segir þar frá Þjóðverjunum Reuter og Miiller sem komu til Flateyjar um sumarið og skoðuðu einnig svokallaðan Odds- kofa eða Oddakofa á Flateyjardal. Hugmyndin um „Oddagerði" kviknaði einmitt með Theódór sjálfum í tengslum við þessa heimsókn Þjóðverjanna. Höfundum þessarar greinar er að svo komnu ekki kunnugt um neinn prentaðan afrakstur af ferð Þjóðverjanna til Islands annan en greinargóð og skemmtileg skrif Theódórs Friðrikssonar. Má og einu gilda því að þess er vart að vænta að aðferðir þeirra og hugsanagangur hafi leitt til niður- staðna sem trausts væru verðar umfram það sem þegar er fram komið. Þannig standa tvö einföld atriði eftir til umhugsunar úr frásögnum Theó- dórs: Annars vegar sjálf tilvist Oddakofa á undarlegum stað og hins vegar sú hugmynd Theódórs Friðrikssonar að Arnargerði tengist Odda og nafnið kunni að hafa afbakast úr Oddagerði.71 Ýmsar heimildir I Sýslulýsingum danska Vísindafélagsins frá 1744-49 eru sögð í Flatey 5 býli og ein kirkja. Kostum til landsins er svo lýst: „Liden höeslæt, ingen Skov, men temmelig god Græsgang."72 I kaflanum um strönd og eyjar í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 1752-1757 segir svo: „Flatey liggur úti undir Gjögurtá. Þar er góð verstöð. í Flatey eru 4 bæir. Þeir eyddust af landskjálfta 1755."73 69. Theódór Friðriksson, 1941,27-28. 70. Theódór Friðriksson, 1944,39-47. 71. Greinargóð lýsing á Flatey frá miðri 20. öld er hjá Jóni Sigurðssyni frá Ystafelli, 1954,118-121. 72. Sýslulýsingar, 1957,238. 73. Eggert Ólafsson, 1943, II, 4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.