Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lýsing á staðháttum í Flatey. Eftir að höfundur hefur lýst byggðinni í eynni
segir hann:
Utangarðs er Flatey öll að kalla kargaþýfð, og er þar fátt um kennileiti og örnefni.
Helzt eru Helluholt, Grænamýri og Arnargerði. Um Arnargerði hefur einhvern tíma
verið hlaðinn garður og mátti sjá fyrir vallgrónum tóftarbrotum, þar sem hæst bar.
Engin munnmæli heyrði ég um það í æsku, hvernig á þeim stæði, en síðar hefur verið
gizkað á, að þarna hafi verið spekingurinn Stjörnu-Oddi, sem á að hafa dvalið í Flatey
um tíma.69
Hugmyndin um tengsl Odda og Arnargerðis er ekki meira en tveggja
ára þegar Theódór skrifar þetta. Framhald bókarinnar 1 verum er að finna
í minni bók sem heitir Ofan jarðar og neðan og kom út árið 1944. Þar segir
m.a. frá því er Theódór dvaldist á æskuslóðum í Flatey sumarið 1939. Inn
í þá frásögn fellir hann „Þátt um Stjörnu-Odda og þýzk vísindi"70 og er
hann rakinn nánar í Viðauka 1. Segir þar frá Þjóðverjunum Reuter og Miiller
sem komu til Flateyjar um sumarið og skoðuðu einnig svokallaðan Odds-
kofa eða Oddakofa á Flateyjardal. Hugmyndin um „Oddagerði" kviknaði
einmitt með Theódór sjálfum í tengslum við þessa heimsókn Þjóðverjanna.
Höfundum þessarar greinar er að svo komnu ekki kunnugt um neinn
prentaðan afrakstur af ferð Þjóðverjanna til Islands annan en greinargóð
og skemmtileg skrif Theódórs Friðrikssonar. Má og einu gilda því að þess
er vart að vænta að aðferðir þeirra og hugsanagangur hafi leitt til niður-
staðna sem trausts væru verðar umfram það sem þegar er fram komið.
Þannig standa tvö einföld atriði eftir til umhugsunar úr frásögnum Theó-
dórs: Annars vegar sjálf tilvist Oddakofa á undarlegum stað og hins vegar
sú hugmynd Theódórs Friðrikssonar að Arnargerði tengist Odda og nafnið
kunni að hafa afbakast úr Oddagerði.71
Ýmsar heimildir
I Sýslulýsingum danska Vísindafélagsins frá 1744-49 eru sögð í Flatey 5
býli og ein kirkja. Kostum til landsins er svo lýst: „Liden höeslæt, ingen
Skov, men temmelig god Græsgang."72
I kaflanum um strönd og eyjar í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 1752-1757
segir svo: „Flatey liggur úti undir Gjögurtá. Þar er góð verstöð. í Flatey eru
4 bæir. Þeir eyddust af landskjálfta 1755."73
69. Theódór Friðriksson, 1941,27-28.
70. Theódór Friðriksson, 1944,39-47.
71. Greinargóð lýsing á Flatey frá miðri 20. öld er hjá Jóni Sigurðssyni frá Ystafelli, 1954,118-121.
72. Sýslulýsingar, 1957,238.
73. Eggert Ólafsson, 1943, II, 4.