Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉL AGSIN S
arstofnun svartliðsins að annast hinar alræmdu tilraunir i fangabúðum SS á stríðsár-
unum.sl
Ahnenerbe hafði skipulagt mikinn leiðangur til íslands sumarið 1939 en
hann fórst fyrir að mestu af ýmsum ástæðum. Hins vegar hafði Otto Reuter
tekist að útvega sér farareyri og fengið stjörnufræðinginn Miiller í lið með
sér. Vonuðust styrktarmenn þeirra til þess að leiðangurinn yrði til þess að
þeir mundu koma „á framfæri við evrópska vísindamenn enn einni sönn-
uninni fyrir afburða menningarafreki Germana".82
Rannsóknir Reuters og Mullers tóku snöggan enda þegar stríðsblikur
dró á loft í ágúst 1939. Miiller var varaliðsmaður í skriðdrekasveit og flýtti
sér heim. Reuter varð innlyksa um hríð og vildi þá mæla forn eyktarmörk
í Þjórsárdal með hjálp íslenskra manna. En íslendingar höfðu nú séð að sér
og Hermann Jónasson bannaði mælingar á slóðum Gauks á Stöng „vegna
þeirrar tortryggni sem allar rannsóknir geta valdið" á stríðstímum.83
Sá armur Þriðja ríkisins sem hér um ræðir gerði sér afar háar hugmyndir
um Islendinga sem fulltrúa hins hreinræktaða aríska kynstofns. Reykvík-
ingar þessara ára komu þó ekki heim við hugmyndir þeirra og þeir urðu
líka fyrir vonbrigðum þegar í sveitirnar var komið:
Eftir ferðalög um Island gerði Reuter sér engar grillur um bændur og búalið. Jafnvel
sveitakonur í afdölum á Austurlandi rökuðu á sér augabrúnir í takt við tískuna í
Reykjavík og París! Síðustu vígi norrænna lífshátta á íslandi voru fallin.84
Höfundum þessarar greinar er að svo komnu ekki kunnugt um neinn
prentaðan afrakstur af ferð þeirra Reuters og Múllers til Islands annan en
greinargóð og skemmtileg skrif Theódórs Friðrikssonar. Má og einu gilda
því að þess er vart að vænta að aðferðir þeirra og hugsanagangur hafi leitt
til niðurstaðna sem trausts væru verðar umfram það sem þegar er fram
komið. Þannig standa tvö einföld atriði eftir til umhugsunar úr þessum
viðauka: Annars vegar sjálf tilvist Oddakofa á undarlegum stað og hins
vegar sú hugmynd Theódórs Friðrikssonar að nafnið Arnargerði kunni að
hafa afbakast úr Oddagerði. í þessari rannsókn hefur ekki gefist kostur á
að athuga Oddakofa en síðara atriðið hefur á hinn bóginn verið kannað
allrækilega eins og fram kemur í meginmáli.
81. Þór Whitehead, 1985, 73.
82. Þór Whitehead, 1985, 83. - Orðrétt ummæli þar tekin úr skjölum Ahnenerbe.
83. Þór Whitehead, 1985,84-85. - Orðrétt ummæli eftir handskrifaðri athugasemd Hermanns,
en einnig er vísað til bréfs frá Steinþóri Sigurðssyni til Hermanns.
84. Þór Whitehead, 1985,85. - Tilvísun í grein eftir Reuter x tímariti Norræna félagsins í Þýska-
landi.